Óveðrið í dag mildaði höggið af „Denna dæmalausa“ á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 23:34 Veðurofsinn við höfnina í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Sjá meira
Óveðrið sem gekk yfir í dag lækkaði þrýstinginn yfir landinu, og gerir það að verkum að veður sem fylgir lægð morgundagsins verður skárra en ella, að sögn veðurfræðings. Það lægir í nótt en á morgun hvessir aftur og gular viðvaranir taka í gildi í nokkrum landshlutum. Lægðin sem nú er á leiðinni er afar djúp, ef til vill sögulega djúp líkt og áður hefur komið fram, en henni fylgir þó alls ekki jafnvont veður og í dag. „Sem betur fer,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Gular stormviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi um hádegisbil á morgun og verða í gildi fram eftir degi. Búast má við vindi 18-25 m/s og hviðum allt að 40 m/s við fjöll. Síðdegis og fram á aðfaranótt sunnudags verður svo mjög hvasst á Vestfjörðum og þar mun einnig snjóa. Þar tekur gul hríðarviðvörum gildi skömmu eftir hádegi. Sjá einnig: Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Lægðin sem væntanleg er á morgun er annáluð lægð sem hlotið hefur nafnið Dennis víða í Evrópu – og fjölmiðlar hafa kallað Denna dæmalausa (e. Dennis the Menace), í höfuðið á vinsælli teiknimyndafígúru. „Hún [lægðin] er að stjórna veðrinu yfir öllu Norður-Atlantshafi og er að valda vandræðum í Bretlandi, Írlandi og Evrópu,“ segir Birgir. „Það sem við vorum með í dag var ekki hann [Denni], hann kemur núna í kjölfarið. Það má í rauninni segja að þetta veður í dag, eins slæmt og það var, geri það að verkum að þrýstingurinn hérna hafi lækkað svo mikið, og það hjálpar til við að gera þetta skárra.“ Viðvaranir morgundagsins.Skjáskot/veðurstofan Birgir segir að á morgun megi búast við töluvert skárra veðri á morgun en var í dag. Það lægir í nótt en í fyrramálið brestur á „venjulegt leiðindaveður“, með gulum viðvörunum á áðurnefndum stöðum og norðaustanstrekkingi, 10-18 m/s, á höfuðborgarsvæðinu. Í höfuðborginni verður jafnframt þurrt að mestu. Þá lægir aðfaranótt sunnudags og búast má við hæglætisveðri yfir daginn. Síðdegis hvessir þó aftur og þá fer að snjóa fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Austlæg átt, víða 3-10 m/s. Skýjað austanlands og dálítil él með suðurströndinni, en bjartviðri á vestanverðu landinu. Vaxandi norðaustanátt síðdegis, 13-20 norðantil um kvöldið með snjókomu. Frost 1 til 8 stig, en hiti nálægt frostmarki við ströndina. Á mánudag: Norðan og norðaustan 10-18, snjókoma norðan- og austanlands en léttskýjað sunnantil. Dregur úr vindi og ofankomu síðdegis. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag: Fremur hæg suðlæg átt með éljum sunnan- og vestanlands, en léttir til um landið norðan- og austanvert. Frost 0 til 9 stig, kaldast norðanlands. Á miðvikudag: Vaxandi austlæg átt með snjókomu eða slyddu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Á fimmtudag: Suðvestlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu, en þurrviðri norðaustanlands. Hiti nálægt frostmarki. Á föstudag: Útlit fyrir breytilega átt með snjókomu eða éljum og kólnandi veðri.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10 Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Sjá meira
Líkleg heimsmetalægð nálgast landið Lægðin mun líklegast ekki valda miklum glundroða á Íslandi en dýpt hennar gæti þó orðið söguleg. 14. febrúar 2020 18:10
Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin "Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. 12. febrúar 2020 18:30