Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarri góðu gamni þegar lið hennar Wolfsburg vann 5-2 útisigur á Hoffenheim í leik efstu liðanna í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.
Sara gat ekki tekið þátt í leiknum vegna hnémeiðsla en hún er á batavegi og byrjuð að æfa að hluta til með liðinu.
Wolfsburg náði með sigrinum sex stiga forskoti á Hoffenheim og er því á góðri leið með að verja þýska meistaratitilinn. Hin danska Pernille Harder skoraði tvö mörk fyrir liðið en Wolfsburg komst í 4-0 áður en að Hoffenheim náði að svara fyrir sig á síðustu tuttugu mínútunum.
Sara meidd og missti af toppslagnum
