Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 20:00 Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31
Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56
800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40