Håland: Peningarnir voru ekki ástæðan fyrir því að ég vildi ekki fara til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 11:30 Erling Braut Håland er frábær leikmaður og er enn aðeins nítján ára gamall. Getty/Mario Hommes Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira
Manchester United missti af norska undraframherjanum Erling Braut Håland í janúarglugganum og hann endaði hjá Borussia Dortmund þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Peningar voru ekki ástæðan fyrir því að hann vildi ekki semja við United. Manchester United var eitt af tólf félögum, samkvæmt umboðsmanni stráksins Mino Raiola, sem voru í viðræðum við Erling Håland í janúar. Það var hægt að kaupa upp samning Erling Håland við austurríska félagið RB Salzburg fyrir sautján milljónir punda sem eru í raun smáaurar í þessum heimi í dag. Málið var því að sannfæra leikmanninn sjálfan um að koma. Samkvæmt fréttum var Manchester United til í að borga þessa upphæð fyrir Norðmanninn. Félagið var aftur á móti ekki tilbúið að sætta sig við ákveðna afarkosti í samningagerðinni þar á meðal meðal upphæðina til að kaupa hann út sem gaf öðrum félögum tækifæri að fá Håland fyrir alltof lítið. Erling Braut Håland endaði á að velja Borussia Dortmund og gerði fjögurra og hálfs árs samning við þýska félagið. Hann hefur skorað átta mörk í fyrstu fimm leikjunum með Dortmund. "All the people closest to me know that's not the kind of person I am." The Norwegian striker praises Mino Raiola after criticism of his agent...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 14, 2020 Håland þvertekur fyrir að peningagræðgi hafi ráðið ákvörðun hans. „Nei. Þeir sem skrifuðu það verða að svara fyrir það sjálfir. Þeir verða líka að útskýra það fyrir mér þegar ég hitti þá,“ sagði Erling Håland í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina Viasport. „Mér finnst það frekar fyndið að ég hafi fengið þennan stimpil. Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki þannig manneskja. Þetta er bara fyndið. Þegar tímabilið var búið þá fórum ég og pabbi að tala saman um framhaldið,“ sagði Erling Håland og sagði að hann hefði borið Dortmund undir föður sinn. „Það varð allt í einu möguleiki og ég hafði góða tilfinningu að fara þangað. Ferlið var frekar einfalt frá mínum bæjardyrum séð. Ég spila bara fótbolta og var ekkert að pæla í þessu fyrr en fyrri hluti tímabilsins kláraðist,“ sagði Erling Håland. „Ég kom þannig séð ekki mikið nálægt þessu ef ég segi alveg eins og er. Markmiðið var að finna besta klúbbinn fyrir mig,“ sagði Erling Håland. Erling Håland hrósar umboðsmanni sínum Mino Raiola. „Hann er sá besti í heimi í sínu starfi. Það er ekkert flóknara. Hann fær mjög neikvæða umfjöllun og það er kannski vegna að þess að fólk kann ekki við hann af því að hann er að vinna svo gott starf fyrir skjólstæðinga sína. Hann hefur verið mjög hjálplegur og það gott að hafa hann á svæðinu,“ sagði Erling Håland.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjá meira