Gríðarlegur vatnselgur í Vík og íbúar spara rafmagn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 10:12 Frá Vík í Mýrdal í morgun. Sigurður Sigurbjörnsson Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. „Milli klukkan sex og sjö var svona hálfs stigs frost en síðan hefur hitastigið hækkað eins og spáin var,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri. Úrhelli hefur verið í Vík með þeim afleiðingum að Vegagerðin og bæjarstarfsmenn eiga fullt í fangi með að reyna að skila vatninu í niðurföll. „Það var mjög snjóþungt í morgun og gríðarlegur vatnselgur núna.“ Sigurður segir eitthvað um laskaðar rafmagnslínur í Mýrdalnum og rafmagn er keyrt á varaafli í bænum. „Fólk þarf að spara rafmagnið því álagið er mikið,“ segir varðstjórinn. Allir leggi sig fram um að halda rafmagninu gangandi. Hótelin í Vík voru full í nótt af fólki sem átti flest hvað ekki bókaða gistingu heldur komst einfaldlega ekki lengra en í Vík vegna veðursins. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í félagsheimilinu Leikskálum á níunda tímanum í gærkvöldi. 22 gistu í stöðinni í nótt. Sigurður telur veðrinu hægt og rólega vera að slota. Munur sé á því sem var snemma í morgun og núna. Lítið sé um skemmdir á svæðinu að frátöldum rafmagnsstaurum sem einhverjir eru laskaðir. Meira hafi verið um útköll í nágrenni Hellu og Hvolsvelli í morgun. Áttu myndir sem eru lýsandi fyrir stöðu mála í Vík? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Varðstjóri í Vík í Mýrdal telur að veðrið hafi verið verst á svæðinu á milli klukkan sjö og átta í morgun. Síðan þá hefur hiti hækkað og nú er gríðarlegur vatnselgur á svæðinu. „Milli klukkan sex og sjö var svona hálfs stigs frost en síðan hefur hitastigið hækkað eins og spáin var,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson varðstjóri. Úrhelli hefur verið í Vík með þeim afleiðingum að Vegagerðin og bæjarstarfsmenn eiga fullt í fangi með að reyna að skila vatninu í niðurföll. „Það var mjög snjóþungt í morgun og gríðarlegur vatnselgur núna.“ Sigurður segir eitthvað um laskaðar rafmagnslínur í Mýrdalnum og rafmagn er keyrt á varaafli í bænum. „Fólk þarf að spara rafmagnið því álagið er mikið,“ segir varðstjórinn. Allir leggi sig fram um að halda rafmagninu gangandi. Hótelin í Vík voru full í nótt af fólki sem átti flest hvað ekki bókaða gistingu heldur komst einfaldlega ekki lengra en í Vík vegna veðursins. Þá var fjöldahjálparstöð opnuð í félagsheimilinu Leikskálum á níunda tímanum í gærkvöldi. 22 gistu í stöðinni í nótt. Sigurður telur veðrinu hægt og rólega vera að slota. Munur sé á því sem var snemma í morgun og núna. Lítið sé um skemmdir á svæðinu að frátöldum rafmagnsstaurum sem einhverjir eru laskaðir. Meira hafi verið um útköll í nágrenni Hellu og Hvolsvelli í morgun. Áttu myndir sem eru lýsandi fyrir stöðu mála í Vík? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Mýrdalshreppur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira