Óveður skollið á í borginni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 04:35 Gervitunglamynd sem tekin var klukkan 04 í nótt sýnir hversu víðáttumikil lægðin er. Veðurstofa Íslands Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. Veðrið mun verða verst frá klukkan sjö á höfuðborgarsvæðinu, en þá tekur rauð viðvörun gildi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt tveimur útköllum í nótt vegna veðursins. Annars vegar í Grafarholti þar sem gluggi slóst til og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Aðgerðarstjórn verður virkjuð á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan fimm og sex og mun starfa á meðan óveðrið gengur yfir. Óvissustig á Reykjanesbraut Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli vegna veðurs og þá hefur Mosfellsheiði einnig verið lokað. Þá hefur Vegagerðin lýst yfir óvissustigi á Reykjanesbraut þar sem verulega hefur bætt í vind. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka brautinni, sem og Grindavíkurvegi klukkan fimm. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun verður virkjuð á miðnætti. 14. febrúar 2020 00:01 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Óveðrið sem spáð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu er farið að segja til sín. Verulega fór að bæta í vind um klukkan þrjú í nótt en veðurspáin gerir ráð fyrir vindhraða á bilinu 20-30 m/sek í borginni og mun veðrið verða verst í efri byggðum. Veðrið mun verða verst frá klukkan sjö á höfuðborgarsvæðinu, en þá tekur rauð viðvörun gildi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sinnt tveimur útköllum í nótt vegna veðursins. Annars vegar í Grafarholti þar sem gluggi slóst til og á fjórða tímanum barst tilkynning um að rúða hefði sprungið í risíbúð í Vesturbænum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins. Upp úr klukkan fjögur fengu svo björgunarsveitir tilkynningu um að þakplötur væru farnar að losna af íbúðarhúsi í Grafarvogi. Aðgerðarstjórn verður virkjuð á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan fimm og sex og mun starfa á meðan óveðrið gengur yfir. Óvissustig á Reykjanesbraut Lokað er fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli vegna veðurs og þá hefur Mosfellsheiði einnig verið lokað. Þá hefur Vegagerðin lýst yfir óvissustigi á Reykjanesbraut þar sem verulega hefur bætt í vind. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka brautinni, sem og Grindavíkurvegi klukkan fimm.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun verður virkjuð á miðnætti. 14. febrúar 2020 00:01 Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Sprengilægðarvaktin hafin í Skógarhlíð Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð vegna veðursins sem ganga á yfir landið í nótt og á morgun verður virkjuð á miðnætti. 14. febrúar 2020 00:01
Óveðrið gengið inn á Vestmannaeyjar Það sem af lifir nætur hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt fimm óveðursútköllum en mikið hefur bætt í vind eftir miðnætti. Klukkan tvö var meðal vindur í 39 m/sek og 48 m/sek í sterkustu hviðunum. 14. febrúar 2020 02:59