Skásta veðrið í Vesturbænum og Hlíðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 19:44 Frá síðustu sprengilægð í desember. Vísir/Vilhelm Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun verður verst í efri byggðum og við ströndina en erfiðara er að segja til um svæðin þar sem skjólsælla verður. Líklegast verður veður þó skást í Vesturbænum og Hlíðunum. Rauð viðvörun tekur gildi í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í fyrramálið. Þar má búast við 20-30 m/s, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og hefur akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu þegar verið aflýst í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar er þess sérstaklega getið í lýsingu á rauðu viðvöruninni fyrir höfuðborgarsvæðið að örfá hverfi verði í þokkalegu skjóli fyrir austanátt, og veðrið nái sér því síður á strik þar. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um hvaða hverfi það verði. Líklegast verði veðrið þó hægara í Hlíðunum og Vesturbænum, í það minnsta í „hreinni“ austanátt. „[…] og þetta verður eitthvað misskipt, veðrið í bænum. En við verðum að vara við í allri borginni,“ segir Þorsteinn. En hvar verður veðrið verst? Í efri byggðum, segir Þorsteinn: í Vallahverfi, Kórahverfi og Norðlingaholti, sem og á Kjalarnesi, Geldinganesi, Sundunum og út að Seltjarnarnesi. Veðrið skellur á í höfuðborginni strax í nótt. Þannig tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan tvö, appelsínugul klukkan fimm og rauð verður í gildi frá klukkan sjö til ellefu á morgun. „Á háannatíma,“ segir Þorsteinn. „Við erum líka að spá smá snjókomu og þá verður svo mikið kóf að fólk sér ekki neitt og þá hægist á umferðinni.“ Þess vegna sé því beint til fólks að halda sig heima, hafi það tök á. Þá hefur vefur Veðurstofunnar, vedur.is, látið ófriðlega í dag. Vefurinn lá niðri um tíma og er ekki enn kominn aftur í gagnið að fullu. Þorsteinn segir að tæknimenn vinni sveittir að viðgerð og hafi gert síðan í morgun. Það mikilvægasta nú sé að koma út viðvörununum en sá hluti vefsins er í lagi. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á morgun verður verst í efri byggðum og við ströndina en erfiðara er að segja til um svæðin þar sem skjólsælla verður. Líklegast verður veður þó skást í Vesturbænum og Hlíðunum. Rauð viðvörun tekur gildi í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu klukkan sjö í fyrramálið. Þar má búast við 20-30 m/s, snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og hefur akstri Strætó á höfuðborgarsvæðinu þegar verið aflýst í fyrramálið. Á vef Veðurstofunnar er þess sérstaklega getið í lýsingu á rauðu viðvöruninni fyrir höfuðborgarsvæðið að örfá hverfi verði í þokkalegu skjóli fyrir austanátt, og veðrið nái sér því síður á strik þar. Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að erfitt sé að segja til um hvaða hverfi það verði. Líklegast verði veðrið þó hægara í Hlíðunum og Vesturbænum, í það minnsta í „hreinni“ austanátt. „[…] og þetta verður eitthvað misskipt, veðrið í bænum. En við verðum að vara við í allri borginni,“ segir Þorsteinn. En hvar verður veðrið verst? Í efri byggðum, segir Þorsteinn: í Vallahverfi, Kórahverfi og Norðlingaholti, sem og á Kjalarnesi, Geldinganesi, Sundunum og út að Seltjarnarnesi. Veðrið skellur á í höfuðborginni strax í nótt. Þannig tekur gul viðvörun gildi upp úr klukkan tvö, appelsínugul klukkan fimm og rauð verður í gildi frá klukkan sjö til ellefu á morgun. „Á háannatíma,“ segir Þorsteinn. „Við erum líka að spá smá snjókomu og þá verður svo mikið kóf að fólk sér ekki neitt og þá hægist á umferðinni.“ Þess vegna sé því beint til fólks að halda sig heima, hafi það tök á. Þá hefur vefur Veðurstofunnar, vedur.is, látið ófriðlega í dag. Vefurinn lá niðri um tíma og er ekki enn kominn aftur í gagnið að fullu. Þorsteinn segir að tæknimenn vinni sveittir að viðgerð og hafi gert síðan í morgun. Það mikilvægasta nú sé að koma út viðvörununum en sá hluti vefsins er í lagi. Fylgjast má með nýjustu tíðindum af veðrinu í veðurvakt Vísis hér.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01 Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Sjá meira
Austfirðingar hvattir til að huga að bátum sínum Vegna slæmrar veðurspár á morgun hvetur lögregla íbúa á Austurlandi til að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu á meðan veður gengur yfir og beisla allt lauslegt. 13. febrúar 2020 12:01
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04