Óvissustigi almannavarna fyrir allt landið lýst yfir vegna sprengilægðarinnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2020 12:00 Skjáskot af vefnum Windy.com. Staðan á læginni klukkan 7 í fyrramálið. Skjáskot/windy.com Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar. Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðursins á morgun. Aftakaveðri er spáð og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir allt landið. Vegagerðin hefur einnig lýst yfir óvissustigi og ráðgerir víðtækar lokanir á vegum strax klukkan eitt í nótt þegar djúp lægð gengur inn á landið. Þá verða almenningssamgöngur felldar niður og viðbúið er að truflanir verði í raforkukerfinu. Veðurfræðingur segir varhugavert að vera á ferðinni á meðan óveðrið gengur yfir. Veðurstofa Íslands hefur sett appelsínugula viðvörun á allt landið sem tekur fyrst gildi fljótlega eftir miðnætti syðst á landinu. En klukkan níu í fyrramálið nær viðvörunin yfir allt landið. Gera má ráð fyrir að vegum verði lokað, almenningssamgöngur felldar niður og þá hefur neyðarstjórn Landsnets lýst yfir óvissustigi vegna óveðursins en þar hafa allar viðbragðsáætlanir verið virkjaðar þar sem hætta er á margháttuðum truflunum í raforkukerfinu vegna aftaka vinds. Veðurspáin mun ganga eftir í öllum megin atriðum „Ef eitthvað þá er lægðin aðeins fyrr á ferðinni og þar með veðrið. Það hvessir strax í kvöld,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Ekki er gert ráð fyrir mikilli úrkomu suðvestan- og vestan til á landinu en á suðaustur- og austurlandi má gera ráð fyrir hríðarveðri. Einar segir að fyrst og fremst sé það veðurhæðin sem menn þurfi að hafa áhyggjur af. „Í sjálfu sér þarf bara hver og einn að meta það í fyrramálið sem ætlar af stað hvort það sé ferðaveður eða ekki eða óhætt að fara út yfir höfuð,“ segir Einar. Í samanburði við aðrar lægðir sem hafa gengið inn á landið á síðustu vikur segir Einar að það sem einkenni lægðina nú sé vindáttin sem kemur að austan. „Þegar það er svona austanátt þá verður hvað hvassast allra syðst á landinu. Í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum og ýmis dæmi um tjón í viðlíka veðri hér á undanförnum áratugum. Það er einkum horft til veðurs sem var hér snemma á aðventunni 2015. Þá varð mikið tjón og miklar truflanir á raforkukerfinu jafnframt,“ segir Einar. Almannavarnir funda með Veðurstofunni í dag Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fundar með Veðurstofu Íslands eftir hádegi í dag þar sem metið verður hvort til að mynda skólahald verði felld niður en nú þegar hefur Vegagerðin ráðgert að loka vegum á meðan óveðrið gengur yfir. Þá fylgist snjóflóðavakt vel með snjóalögum á fjöllum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þá má gera ráð fyrir mjög vondu veðri á ákveðnum stöðum í höfuðborginni. „Það verður mun verra í efri byggðum og þar skefur líka og á Reykjanesbrautinni að þar fá menn vindinn bara beint framan á sig og eins á þéttbýlisstöðunum á Suðurnesjum og þar gæti veri mjög varasamt að vera á ferðinni,“ segir Einar. Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra í dag kom fram að ákvörðunin um að lýsa yfir óvissustigi fyrir allt landið hafi verið tekin í samráði við alla lögreglustjóra landsins í samræmi við veðurspá. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af sem geti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu almannavarnadeildar.
Almannavarnir Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira