Verður Cloé Lacasse í íslenska landsliðshópnum í fyrsta sinn? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 11:15 Cloé Lacasse hefur verið á skotskónum í Portúgal. Mynd/Instagram/cloe_lacasse Búist er við því að markadrottningin Cloé Lacasse verði í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag landsliðshóp sinn fyrir Pinatar bikarinn sem er æfingamót sem íslensku stelpurnar keppa á í mars. Íslensku stelpurnar komust ekki inn á Algarve-bikarinn eins og síðustu þrettán ár en spilar aftur á móti á fjögurra þjóða æfingamóti með Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram frá 4. til 10. mars. Knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem kemur upphaflega frá Kanada, fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári en var ekki komin með tilskilin leyfi þegar íslenska kvennalandsliðið kom síðast saman. Nú ætti Knattspyrnusamband Íslands að vera búið að koma öllum hennar málum á hreint hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu og það er því búist við því að Cloé Lacasse verði í hópnum hjá Jóni Þór að þessu sinni. View this post on Instagram B E N F I C A . . . #benfica #carregabenfica #epluribusunum #football #slbenfica #slbenficafeminino #inspiradoras #fotbolti #letsgo #sports #cheesin #estadiodaluz A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Oct 31, 2019 at 9:00am PDT Cloé Lacasse hefur farið hreinlega á kostum með Benfica liðinu í portúgölsku deildinni á þessu tímabili og er þegar komin með 20 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. Benfica liðið er á toppi portúgölsku deildarinnar með þriggja stiga forskot og markatöluna 99-1. Cloé Lacasse er markahæsti leikmaðurinn og hefur þriggja marka forskot á liðsfélaga sinn Darlene. Cloé Lacasse spilaði með ÍBV frá 2015 til 2019 og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í Pepsi Max deildinni þar af 11 mörk í 12 leikjum síðasta sumar. Cloé Lacasse er fædd árið 1993 og heldur upp á 27 ára afmælið sitt í sumar. Hún kom til ÍBV eftir að hafa spilað með University of Iowa í bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún var markahæsti leikmaður liðsins á öllum tímabilum sínum með Iowa skólaliðinu. EM 2021 í Englandi Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
Búist er við því að markadrottningin Cloé Lacasse verði í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í knattspyrnu. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag landsliðshóp sinn fyrir Pinatar bikarinn sem er æfingamót sem íslensku stelpurnar keppa á í mars. Íslensku stelpurnar komust ekki inn á Algarve-bikarinn eins og síðustu þrettán ár en spilar aftur á móti á fjögurra þjóða æfingamóti með Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Leikirnir fara fram frá 4. til 10. mars. Knattspyrnukonan Cloé Lacasse, sem kemur upphaflega frá Kanada, fékk íslenskt vegabréf á síðasta ári en var ekki komin með tilskilin leyfi þegar íslenska kvennalandsliðið kom síðast saman. Nú ætti Knattspyrnusamband Íslands að vera búið að koma öllum hennar málum á hreint hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu og það er því búist við því að Cloé Lacasse verði í hópnum hjá Jóni Þór að þessu sinni. View this post on Instagram B E N F I C A . . . #benfica #carregabenfica #epluribusunum #football #slbenfica #slbenficafeminino #inspiradoras #fotbolti #letsgo #sports #cheesin #estadiodaluz A post shared by Cloé Lacasse (@cloe_lacasse) on Oct 31, 2019 at 9:00am PDT Cloé Lacasse hefur farið hreinlega á kostum með Benfica liðinu í portúgölsku deildinni á þessu tímabili og er þegar komin með 20 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. Benfica liðið er á toppi portúgölsku deildarinnar með þriggja stiga forskot og markatöluna 99-1. Cloé Lacasse er markahæsti leikmaðurinn og hefur þriggja marka forskot á liðsfélaga sinn Darlene. Cloé Lacasse spilaði með ÍBV frá 2015 til 2019 og skoraði 54 mörk í 79 leikjum í Pepsi Max deildinni þar af 11 mörk í 12 leikjum síðasta sumar. Cloé Lacasse er fædd árið 1993 og heldur upp á 27 ára afmælið sitt í sumar. Hún kom til ÍBV eftir að hafa spilað með University of Iowa í bandaríska háskólafótboltanum þar sem hún var markahæsti leikmaður liðsins á öllum tímabilum sínum með Iowa skólaliðinu.
EM 2021 í Englandi Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Galatasaray - Liverpool | Púllarar í Istanbúl Í beinni: Chelsea - Benfica | Mourinho á Brúnni Í beinni: Víkingur - Valur | Baráttan um 4. sætið Arnar Þór látinn fara frá Gent Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira