Giggs hefur áhyggjur af því að missa vonarstjörnu Liverpool í enska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 14:30 Neco Williams kyssir Liverpool merkið eftir að hafa lagt upp sigurmarkið á móti Shrewsbury Town. Getty/John Powell Velskur unglingalandsliðsmaður spilaði frábærlega með krakkaliði Liverpool í enska bikarnum á dögunum og gæti ákveðið að spila frekar fyrir England. Landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs hefur áhyggjur. Liverpool leikmaðurinn Neco Williams sem er átján ára gamall og hefur verið að simpla sig í litlum skömmtum á Anfield á þessu tímabili. Neco Williams hefur leikið fyrir nítján ára landslið Wales en afi og amma hans eru ensk. Hann á því möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið. Neco Williams hefur spilað fjóra leiki með aðalliði Liverpool og átti stórleik í bikarsigrinum á Shrewsbury Town. Svo öflugur er hann að margir sjá hann eigna sér hægri bakvarðarstöðu Liverpool í framtíðinni og að Trent Alexander-Arnold færi sig þá inn á miðjuna. “You’re always worried when big countries come in and (there are) different permutations, perhaps outside noise."https://t.co/UfCJOSXHYO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 12, 2020 „Þú hefur alltaf áhyggjur þegar stóru þjóðirnar banka á dyrnar en Neco kom upp í gegnum starfið hjá Wales. Það gerist ekki alltaf en það viljum við að gerist. Paul Bodin, Rob Edwards og Rob Page (unglingalandsliðsþjálfarar Wales) hafa notið þess að vinna með honum og hann elskar að spila fyrir Wales. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Ryan Giggs. Næst á dagskrá hjá velska landsliðinu eru vináttulandsleikir við Austurríki og Bandaríkin í mars en liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar. Það er búist við því að Giggs velji þá Neco Williams í A-landsliðið í fyrsta sinn. Neco Williams ætti þá möguleika að vera með Wales á EM. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir mig að skoða leikmenn fyrir EM og að sjá þessa menn sem ég hef kannski ekki séð mikið af. Við erum augljóslega að skoða Neco af því að hann hefur verið að spila fyrir frábært lið þar sem hann hefur staðið sig vel þegar kallið hefur komið,“ sagði Giggs. „Hann er frábær leikmaður en hann er enn þá ungur og enn að læra,“ sagði Giggs. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira
Velskur unglingalandsliðsmaður spilaði frábærlega með krakkaliði Liverpool í enska bikarnum á dögunum og gæti ákveðið að spila frekar fyrir England. Landsliðsþjálfarinn Ryan Giggs hefur áhyggjur. Liverpool leikmaðurinn Neco Williams sem er átján ára gamall og hefur verið að simpla sig í litlum skömmtum á Anfield á þessu tímabili. Neco Williams hefur leikið fyrir nítján ára landslið Wales en afi og amma hans eru ensk. Hann á því möguleika á því að spila fyrir enska landsliðið. Neco Williams hefur spilað fjóra leiki með aðalliði Liverpool og átti stórleik í bikarsigrinum á Shrewsbury Town. Svo öflugur er hann að margir sjá hann eigna sér hægri bakvarðarstöðu Liverpool í framtíðinni og að Trent Alexander-Arnold færi sig þá inn á miðjuna. “You’re always worried when big countries come in and (there are) different permutations, perhaps outside noise."https://t.co/UfCJOSXHYO— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 12, 2020 „Þú hefur alltaf áhyggjur þegar stóru þjóðirnar banka á dyrnar en Neco kom upp í gegnum starfið hjá Wales. Það gerist ekki alltaf en það viljum við að gerist. Paul Bodin, Rob Edwards og Rob Page (unglingalandsliðsþjálfarar Wales) hafa notið þess að vinna með honum og hann elskar að spila fyrir Wales. Við verðum bara að bíða og sjá hvað verður,“ sagði Ryan Giggs. Næst á dagskrá hjá velska landsliðinu eru vináttulandsleikir við Austurríki og Bandaríkin í mars en liðið er að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar. Það er búist við því að Giggs velji þá Neco Williams í A-landsliðið í fyrsta sinn. Neco Williams ætti þá möguleika að vera með Wales á EM. „Þetta er síðasta tækifærið fyrir mig að skoða leikmenn fyrir EM og að sjá þessa menn sem ég hef kannski ekki séð mikið af. Við erum augljóslega að skoða Neco af því að hann hefur verið að spila fyrir frábært lið þar sem hann hefur staðið sig vel þegar kallið hefur komið,“ sagði Giggs. „Hann er frábær leikmaður en hann er enn þá ungur og enn að læra,“ sagði Giggs.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Sjá meira