„Við erum öll mjög stressuð og hrædd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 23:30 Þeir sem hafa veikst eru færðir frá borði. Aðrir þurfa að sitja sem fastast. Vísir/EPA Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu sem hefur verið í sóttkví eftir að nokkur tilfelli af Covid19-veiruni, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan, greindust um borð. Síðan hefur veiran breiðst út um skipið en alls hafa 175 manns um borð sýkst af veirinni, að því er fram kemur á vef CNN. Þeir sem smituðust hafa verið sendir á spítala en öðrum er ekki hleypt frá borði og því hafa á fjórða þúsund manns, meirihlutinn farþegar, þurft að hírast um borð frá því 4. febrúar. Og einhver þarf að sinna farþegunum, sem margir hverjir hafa greitt þúsundir dollara fyrir miðann. Farþegarnir mega ekki fara úr káetunum en áhafnarmeðlimir hafa sinnt sínum störfum eins og venjulega, séð um farþegana og annað sem þarf að gera um borð í skipinu. Farþegar mega ekki fara frá borði.Vísir/AP CNN ræddi við Sonali Thakkar, 24 ára gamlan öryggisvörð um borð, og hefur hún meðal annars séð um að fylgja veikum farþegum á meðan þeir yfirgefa skipið. Hún veiktist hins vegar nýlega og hefur verið sett í einangrun. „Ég borða lítið og hef verið með hita,“ sagði Thakkar í samtali við CNN. „Við erum öll mjög stressuð og hrædd.“ Óttast hún að veiran sé farin að breiðast út á meðal áhafnarmeðlima sem margir hverjir þurfa að deila herbergi með öðrum áhafnarmeðlimum auk þess sem að þeir borða flestir saman í matsal. Fimm hafa þegar smitast. „Það eru svo margir staðir þar sem við erum saman, ekki aðskilin frá hverju öðru. Sérstaklega í matsalnum þar sem við borðum saman.“ Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Áhafnarmeðlimur um borð í Diamond Prince skemmtiferðaskipinu sem liggur við höfn í Yokohama Japan í sóttkví vegna Covid19-veirunnar segir að áhafnarmeðlimir séu bæði hræddir og stressaðir vegna ástandsins um borð. Þeir fái ekki sömu meðferð og farþegarnir. Um 3.700 manns eru um borð í skipinu sem hefur verið í sóttkví eftir að nokkur tilfelli af Covid19-veiruni, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan, greindust um borð. Síðan hefur veiran breiðst út um skipið en alls hafa 175 manns um borð sýkst af veirinni, að því er fram kemur á vef CNN. Þeir sem smituðust hafa verið sendir á spítala en öðrum er ekki hleypt frá borði og því hafa á fjórða þúsund manns, meirihlutinn farþegar, þurft að hírast um borð frá því 4. febrúar. Og einhver þarf að sinna farþegunum, sem margir hverjir hafa greitt þúsundir dollara fyrir miðann. Farþegarnir mega ekki fara úr káetunum en áhafnarmeðlimir hafa sinnt sínum störfum eins og venjulega, séð um farþegana og annað sem þarf að gera um borð í skipinu. Farþegar mega ekki fara frá borði.Vísir/AP CNN ræddi við Sonali Thakkar, 24 ára gamlan öryggisvörð um borð, og hefur hún meðal annars séð um að fylgja veikum farþegum á meðan þeir yfirgefa skipið. Hún veiktist hins vegar nýlega og hefur verið sett í einangrun. „Ég borða lítið og hef verið með hita,“ sagði Thakkar í samtali við CNN. „Við erum öll mjög stressuð og hrædd.“ Óttast hún að veiran sé farin að breiðast út á meðal áhafnarmeðlima sem margir hverjir þurfa að deila herbergi með öðrum áhafnarmeðlimum auk þess sem að þeir borða flestir saman í matsal. Fimm hafa þegar smitast. „Það eru svo margir staðir þar sem við erum saman, ekki aðskilin frá hverju öðru. Sérstaklega í matsalnum þar sem við borðum saman.“
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00 Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45 Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. 12. febrúar 2020 07:00
Fordómar í garð Kínverja vegna veirunnar Bretar af kínverskum uppruna lýsa áhyggjum af því að ótti við sjúkdóminn kyndi undir fordóma og hatur. 12. febrúar 2020 18:45
Kínverji í sóttkví hljóp rúmt maraþon í stofunni heima Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni. 12. febrúar 2020 08:09
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45