Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 20:24 Stjórn bankans leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Vísir/vilhelm Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð króna á síðasta ári samanborið við 7,78 milljarða árið 2018. Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna en bankinn hagnaðist um 1,6 milljarð á sama tímabili árið áður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Í tilkynningu segir að niðurfærsla eigna og erfiðleikar í rekstri dótturfélaga í söluferli hafi haft neikvæð áhrif á afkomu bankans bæði á fjórða ársfjórðungi og fyrir allt árið 2019. Sjá einnig: Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,8% á fjórða ársfjórðungi 2019, samanborið við 3,2% jákvæða arðsemi eigin fjár á sama tímabili 2018. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi nam 5,2 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi og 14 milljörðum króna á árinu 2019, samanborið við 2,1 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2018 og 8,9 milljarða árið áður. Þá segir í tilkynningu að sala á hluta íbúðalánasafns bankans á fjórða ársfjórðungi hafi haft jákvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs 2019. Þá greiddi Arion banki arð og keypti eigin bréf fyrir samtals 12,4 milljarða króna á árinu 2019. Stjórn leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Heildareignir Arion banka námu 1.082 milljörðum króna í árslok 2019, samanborið við 1.164 milljarða króna í árslok 2018. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion.Arion Dótturfélög þung í skauti Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu að skipulags- og áherslubreytingar sem ráðist var í undir lok þriðja ársfjórðungs hafi skilað árangri. Bankinn sagði til að mynda upp um hundrað starfsmönnum í lok september í fyrra. „[…] því Arion banki hagnast um 5,2 milljarða króna af áframhaldandi starfsemi á fjórðungnum, sem er besti fjórðungur ársins 2019. Vaxtamunur hefur hækkað og dregið hefur úr rekstrarkostnaði á sama tíma og bankinn hefur fengið endurgreidd óarðbær útlán og greitt upp dýra fjármögnun. Góður vöxtur er einnig í afkomu tryggingastarfsemi og höfum við miklar væntingar til áframhaldandi samstarfs við Vörð, viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Það er því margt í rekstri bankans sem lofar góðu varðandi framhaldið,“ segir Benedikt í tilkynningu. Félög „sem bankinn er með í sölumeðferð“ hafi hins vegar reynst þung í skauti á árinu. Að teknu tilliti til neikvæðra áhrifa þeirra sé hagnaður bankans á árinu 2019 aðeins 1,1 milljarður króna og tap á fjórða ársfjórðungi. „Valitor er eitt þessara félaga en undir árslok ákvað stjórn þess að ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að markmiði að styrkja kjarnarekstur félagsins og draga úr fjárfestingarþörf. Áætlanir Valitor fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að félagið skili jákvæðri afkomu fyrir afskriftir og fjármagnsliði,“ segir Benedikt. Þá sé eiginfjárstaða bankans áfram mjög sterk. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Sjá meira
Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð króna á síðasta ári samanborið við 7,78 milljarða árið 2018. Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna en bankinn hagnaðist um 1,6 milljarð á sama tímabili árið áður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Í tilkynningu segir að niðurfærsla eigna og erfiðleikar í rekstri dótturfélaga í söluferli hafi haft neikvæð áhrif á afkomu bankans bæði á fjórða ársfjórðungi og fyrir allt árið 2019. Sjá einnig: Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 5,8% á fjórða ársfjórðungi 2019, samanborið við 3,2% jákvæða arðsemi eigin fjár á sama tímabili 2018. Hagnaður af áframhaldandi starfsemi nam 5,2 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi og 14 milljörðum króna á árinu 2019, samanborið við 2,1 milljarða á fjórða ársfjórðungi 2018 og 8,9 milljarða árið áður. Þá segir í tilkynningu að sala á hluta íbúðalánasafns bankans á fjórða ársfjórðungi hafi haft jákvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs 2019. Þá greiddi Arion banki arð og keypti eigin bréf fyrir samtals 12,4 milljarða króna á árinu 2019. Stjórn leggur til tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu 2020, eða sem nemur 5,5 krónum á hlut. Heildareignir Arion banka námu 1.082 milljörðum króna í árslok 2019, samanborið við 1.164 milljarða króna í árslok 2018. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion.Arion Dótturfélög þung í skauti Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, í tilkynningu að skipulags- og áherslubreytingar sem ráðist var í undir lok þriðja ársfjórðungs hafi skilað árangri. Bankinn sagði til að mynda upp um hundrað starfsmönnum í lok september í fyrra. „[…] því Arion banki hagnast um 5,2 milljarða króna af áframhaldandi starfsemi á fjórðungnum, sem er besti fjórðungur ársins 2019. Vaxtamunur hefur hækkað og dregið hefur úr rekstrarkostnaði á sama tíma og bankinn hefur fengið endurgreidd óarðbær útlán og greitt upp dýra fjármögnun. Góður vöxtur er einnig í afkomu tryggingastarfsemi og höfum við miklar væntingar til áframhaldandi samstarfs við Vörð, viðskiptavinum okkar til hagsbóta. Það er því margt í rekstri bankans sem lofar góðu varðandi framhaldið,“ segir Benedikt í tilkynningu. Félög „sem bankinn er með í sölumeðferð“ hafi hins vegar reynst þung í skauti á árinu. Að teknu tilliti til neikvæðra áhrifa þeirra sé hagnaður bankans á árinu 2019 aðeins 1,1 milljarður króna og tap á fjórða ársfjórðungi. „Valitor er eitt þessara félaga en undir árslok ákvað stjórn þess að ráðast í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að markmiði að styrkja kjarnarekstur félagsins og draga úr fjárfestingarþörf. Áætlanir Valitor fyrir árið 2020 gera ráð fyrir að félagið skili jákvæðri afkomu fyrir afskriftir og fjármagnsliði,“ segir Benedikt. Þá sé eiginfjárstaða bankans áfram mjög sterk.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Sjá meira
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00
Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28
Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00