Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 12:10 Búast má við margvíslegum samgöngutruflunum á föstudag. Vísir/vilhelm Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát. Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. Útlit er fyrir að Veðurstofa Íslands muni innan tíðar virkja appelsínugula veðurviðvörun fyrir allstórt landsvæði fyrir föstudag. Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina en líklegt að Norðausturland og Austurland sleppi einna best. „Það er harðnandi frost í dag, við erum að spá -20 á norðaustuanverðu landinu í nótt. Það er nú þegar nokkuð kalt á landinu, frost víða þrjú til átta stig. Svo nálgast djúp lægð á morgun með vaxandi austanátt, þá fer að draga úr frostinu,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um lægðina á föstudag, sem verður ansi djúp. „Það verður alveg rúmlega þrjátíu metra á sekúndu sum staðar, þannig að það er mjög hvasst. Svo hvessir líka fyrir norðan síðdegis á föstudag og lægðinni fylgir úrkoma, snjókoma í fyrstu og svo slydda og jafnvel rigning syðst og austast,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðiðSeinna í dag verða veðurviðvaranir Veðurstofunnar uppfærðar og nýjar gefnar út. „Þær verða nokkrar appelsínugular, þetta er það slæmt veður.“ Enginn landshluti sleppur við sprengilægðina þrátt fyrir að Norðausturland og Austurland sleppi best. Þorsteinn á von á að appelsínugular viðvaranir verði gefnar út fyrir stærstan hluta landsins fyrir föstudag. Hann á von á að toppurinn í óveðrinu verði um hádegisbil. „Það er vaxandi veðurhæð alla nóttina, nær hámarki undir hádegi syðst en það verður áfram hvasst frameftir degi. Svo fer að draga úr vindi um kvöldið sunnan- og austanlands en þá er jafnframt að hvessa norðvestantil. Þar verður komið vonskuveður seinni partinn. Það er enginn landshluti sem sleppur alveg; bæði þessi mikli vindur og svo úrkoma sunnan- og austanlands og á Vestfjörðum. Það verður varað við ýmsu á eftir,“ segir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur sem á von á að mikil röskun verði á flugi og samgöngum. Rétt sé að endurskoða ferðaáætlanir um helgina því vonskuveður er einnig í kortunum fyrir föstudag og þá sé gott að huga vel að eigum sínum utandyra og fara að öllu með gát.
Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08