Seinni bylgjan: „Ásgeir Örn hvorki fugl né fiskur í sókninni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Sóknarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska í tapinu fyrir Val, 26-32, eins og farið var yfir í Seinni bylgjunni í gær. Arnar Pétursson sagði ábyrgð leikmanna Hauka mikla og ekki væri hægt að skella allri skuldinni á þjálfarann, Gunnar Magnússon. Ágúst Jóhannsson sagði að of margir leikmenn Hauka hafi ekki skilað sínu í sókninni og nefndi þar m.a. örvhentu skytturnar. Arnari fannst skrítið að Haukar skyldu ekki búa til fleiri og betri skotfæri fyrir Adam Hauk Baumruk. „Maður hefði viljað sjá Haukana, í þeim vandræðum sem þeir voru í, koma Adam í einhver færi. Það er ekkert í gangi. Þetta er ekki nægilega markvisst,“ sagði Arnar. „Sóknarleikur Hauka var staður og þeir voru hægir og slakir.“ Arnar skilur ekki hvað leikmönnum Hauka gengur til. „Gunni er frábær þjálfari og hann reynir að setja upp hluti í vörn og sókn. Mér finnst ábyrgð leikmanna Hauka gríðarlega mikil,“ sagði Arnar. Ágúst segir að of margir leikmenn Hauka hafi leikið undir pari í sókninni. „Við getum tekið Atla Báru, Tjörva, Adam og hægri skytturnar, Ásgeir Örn og Ólaf Ægi. Ásgeir hefur verið einn okkar besti leikmaður í gegnum tíðina en er hvorki fugl né fiskur í sókninni. Og Ólafur Ægir sem er að koma úr atvinnumennsku, menn verða að gera meiri kröfur á þessa menn,“ sagði Ágúst. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15 Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50 Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Sóknarleikur Hauka var ekki upp á marga fiska í tapinu fyrir Val, 26-32, eins og farið var yfir í Seinni bylgjunni í gær. Arnar Pétursson sagði ábyrgð leikmanna Hauka mikla og ekki væri hægt að skella allri skuldinni á þjálfarann, Gunnar Magnússon. Ágúst Jóhannsson sagði að of margir leikmenn Hauka hafi ekki skilað sínu í sókninni og nefndi þar m.a. örvhentu skytturnar. Arnari fannst skrítið að Haukar skyldu ekki búa til fleiri og betri skotfæri fyrir Adam Hauk Baumruk. „Maður hefði viljað sjá Haukana, í þeim vandræðum sem þeir voru í, koma Adam í einhver færi. Það er ekkert í gangi. Þetta er ekki nægilega markvisst,“ sagði Arnar. „Sóknarleikur Hauka var staður og þeir voru hægir og slakir.“ Arnar skilur ekki hvað leikmönnum Hauka gengur til. „Gunni er frábær þjálfari og hann reynir að setja upp hluti í vörn og sókn. Mér finnst ábyrgð leikmanna Hauka gríðarlega mikil,“ sagði Arnar. Ágúst segir að of margir leikmenn Hauka hafi leikið undir pari í sókninni. „Við getum tekið Atla Báru, Tjörva, Adam og hægri skytturnar, Ásgeir Örn og Ólaf Ægi. Ásgeir hefur verið einn okkar besti leikmaður í gegnum tíðina en er hvorki fugl né fiskur í sókninni. Og Ólafur Ægir sem er að koma úr atvinnumennsku, menn verða að gera meiri kröfur á þessa menn,“ sagði Ágúst. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15 Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50 Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Valsmenn unnu sannfærandi sigur á Haukum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 9. febrúar 2020 21:15
Aron tekur við Haukum í þriðja sinn Aron Kristjánsson tekur við Haukum eftir þetta tímabil. Hann er öllum hnútum kunnugur á Ásvöllum. 10. febrúar 2020 06:50
Sportpakkinn: „Berum fullt traust til þess að Gunni klári veturinn vel“ Aron Kristjánsson segist stoltur af því að sjá lið Hauka í efsta sæti Olís-deildar með 11 uppalda Haukamenn í sínum hópi. Hann tekur við þjálfun liðsins í þriðja sinn í sumar. 10. febrúar 2020 19:15