Kristján vill 1,4 milljarða í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 17:15 Frá dómsuppkvaðningu árið 2018. Vísir/Daníel Þór Kristján Viðar Júlíusson, einn af þeim sem sýknaður var í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur stefnt íslenska ríkinu og krafið það um 1,4 milljarða í bætur. RÚV greinir frá. Kristján Viðar var einn fimm einstaklinga sem voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Hæstiréttur tók mál þeirra aftur upp og sýknaði fimmenningana haustið 2018. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi og afplánaði sjö ár og fimm mánuði. Bótakrafan er sögð byggja á að Kristán Viðar hafi verið talinn sekur maður að ósekju í tæp fjörutíu ár, auk þess sem hann hafi setið inni í sjö og hálft ár. Ríkið er einnig sagt hafa bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var um málið árið 1977.Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að Kristján Viðar hafði krafið ríkið um 1,6 milljarð vegna málsins. Í janúar á þessu ári greiddi íslenska ríkið alls 774 milljónir til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Kristján Viðar Júlíusson fékk 204 milljónir í sinn hlut og hefur sú upphæð verið dregin frá upphaflegri bótakröfu hans. Fyrir hafði Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta. Hann krafðist 1,3 milljarða króna í bóta vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði, en lögmaður hans sagði í samtali við fréttastofu í janúar að krafan myndi lækka í samræmi við greiðsluna frá ríkinu. Guðjón Skarphéðinsson fékk 145 milljónir í sinn hlut. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00 Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Kristján Viðar Júlíusson, einn af þeim sem sýknaður var í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur stefnt íslenska ríkinu og krafið það um 1,4 milljarða í bætur. RÚV greinir frá. Kristján Viðar var einn fimm einstaklinga sem voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Hæstiréttur tók mál þeirra aftur upp og sýknaði fimmenningana haustið 2018. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi og afplánaði sjö ár og fimm mánuði. Bótakrafan er sögð byggja á að Kristán Viðar hafi verið talinn sekur maður að ósekju í tæp fjörutíu ár, auk þess sem hann hafi setið inni í sjö og hálft ár. Ríkið er einnig sagt hafa bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var um málið árið 1977.Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að Kristján Viðar hafði krafið ríkið um 1,6 milljarð vegna málsins. Í janúar á þessu ári greiddi íslenska ríkið alls 774 milljónir til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Kristján Viðar Júlíusson fékk 204 milljónir í sinn hlut og hefur sú upphæð verið dregin frá upphaflegri bótakröfu hans. Fyrir hafði Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta. Hann krafðist 1,3 milljarða króna í bóta vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði, en lögmaður hans sagði í samtali við fréttastofu í janúar að krafan myndi lækka í samræmi við greiðsluna frá ríkinu. Guðjón Skarphéðinsson fékk 145 milljónir í sinn hlut.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00 Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00
Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55