Þungir dómar vegna hryðjuverkasamtaka sem eru sögð tilbúningur Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 13:34 Höfuðstöðvar FSB, arftaka leyniþjónustunnar alræmdu KGB, í Moskvu. Talsmenn stofnunarinnar hafa neitað því að mennirnir hafi verið beitti ofbeldi. Vísir/EPA Mannréttindasamtök fullyrða að meint hryðjuverkasamtök sem sjö rússneskir róttæklingar voru dæmdir í fangelsi fyrir að tilheyra í dag séu í raun ekki til og séu uppspuni rússnesku leyniþjónustunnar til að bæla niður andóf gegn stjórnvöld. Sá þeirra sem hlaut þyngsta dóminn var dæmdur í átján ára vist í fangabúðum. Dómstóll í borginni Penza dæmdi mennina í sex til átján ára fangabúðavist fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum sem eiga að kallast Netið (r. Set). Rússnesk yfirvöld saka mennina um að hafa lagt á ráðin um að steypa ríkisstjórn landsins af stóli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögmenn mannanna og mannréttindasamtök fullyrða á móti að mennirnir hafi verið pyntaðir og þvingaðir til að skrifa undir játningar. Ákærurnar á hendur þeim séu tilbúningur og samtökin sem þeir eiga að tilheyra sömuleiðis. Alexei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, segir refsidóma mannanna „hrollvekjandi“ og að hryðjuverkasamtökin Netið séu „uppskálduð hryðjuverkasamtök“. Mannréttindasamtökin Amnesty International kölluðu ákærurnar „hugarburð rússnesku öryggisþjónustunnar“ sem væri notaður til að múlbinda aðgerðasinna áður en dómarnir voru kveðnir upp. Talsmaður Vladímírs Pútín forseta segir að forsetinn viti af máli mannanna og hafi skipað yfirvöldum að ganga úr skugga um að allt hafi farið fram eftir lögum. Hann ætli sér aftur á móti ekki að grípa inn í. Mennirnir staðhæfa allir að samtökin sem þeir eigi að tilheyra séu tilbúningur leyniþjónustustofnunarinnar FSB sem hafi falsað sönnunargögn. Þeir segjast vera kunningjar með sama tónlistarsmekk auk þess sem þeir deili andúð á nasisma og aðhyllist vinstristefnu. FSB hefur hafnað ásökunum mannanna um að þeir hafi verið beittir ofbeldi til að knýja fram játningar. Dmitrí Ptsjelintsev, sem hlaut þyngsta dóminn fyrir að hafa stofnað samtökin, segir að hann beri ör eftir að honum voru gefin raflost. Honum hafi verið neitað um að fá lækna til að meta áverkana. Alls hafa tíu manns verið handteknir í Penza og Pétursborg verið handteknir fyrir að tilheyra Netinu. Fyrstu handtökurnar áttu sér stað í október árið 2017. Meintir félagar í samtökunum voru þá sakaðir um að leggja á ráðin um árási í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem var haldið í Rússlandi árið eftir og fyrir forsetakosningar þess árs. Rússland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Mannréttindasamtök fullyrða að meint hryðjuverkasamtök sem sjö rússneskir róttæklingar voru dæmdir í fangelsi fyrir að tilheyra í dag séu í raun ekki til og séu uppspuni rússnesku leyniþjónustunnar til að bæla niður andóf gegn stjórnvöld. Sá þeirra sem hlaut þyngsta dóminn var dæmdur í átján ára vist í fangabúðum. Dómstóll í borginni Penza dæmdi mennina í sex til átján ára fangabúðavist fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum sem eiga að kallast Netið (r. Set). Rússnesk yfirvöld saka mennina um að hafa lagt á ráðin um að steypa ríkisstjórn landsins af stóli, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Lögmenn mannanna og mannréttindasamtök fullyrða á móti að mennirnir hafi verið pyntaðir og þvingaðir til að skrifa undir játningar. Ákærurnar á hendur þeim séu tilbúningur og samtökin sem þeir eiga að tilheyra sömuleiðis. Alexei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, segir refsidóma mannanna „hrollvekjandi“ og að hryðjuverkasamtökin Netið séu „uppskálduð hryðjuverkasamtök“. Mannréttindasamtökin Amnesty International kölluðu ákærurnar „hugarburð rússnesku öryggisþjónustunnar“ sem væri notaður til að múlbinda aðgerðasinna áður en dómarnir voru kveðnir upp. Talsmaður Vladímírs Pútín forseta segir að forsetinn viti af máli mannanna og hafi skipað yfirvöldum að ganga úr skugga um að allt hafi farið fram eftir lögum. Hann ætli sér aftur á móti ekki að grípa inn í. Mennirnir staðhæfa allir að samtökin sem þeir eigi að tilheyra séu tilbúningur leyniþjónustustofnunarinnar FSB sem hafi falsað sönnunargögn. Þeir segjast vera kunningjar með sama tónlistarsmekk auk þess sem þeir deili andúð á nasisma og aðhyllist vinstristefnu. FSB hefur hafnað ásökunum mannanna um að þeir hafi verið beittir ofbeldi til að knýja fram játningar. Dmitrí Ptsjelintsev, sem hlaut þyngsta dóminn fyrir að hafa stofnað samtökin, segir að hann beri ör eftir að honum voru gefin raflost. Honum hafi verið neitað um að fá lækna til að meta áverkana. Alls hafa tíu manns verið handteknir í Penza og Pétursborg verið handteknir fyrir að tilheyra Netinu. Fyrstu handtökurnar áttu sér stað í október árið 2017. Meintir félagar í samtökunum voru þá sakaðir um að leggja á ráðin um árási í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem var haldið í Rússlandi árið eftir og fyrir forsetakosningar þess árs.
Rússland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira