Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 11:49 Teikning af Sólarbrautarfarinu við sólina. Vísir/EPA Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA. Geimurinn Vísindi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira