Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 11:49 Teikning af Sólarbrautarfarinu við sólina. Vísir/EPA Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA. Geimurinn Vísindi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Evrópska geimfarinu Sólarbrautarfarinu var skotið á loft án hnökra frá Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Markmið leiðangursins er að hjálpa vísindamönnum að skilja betur virkni sólarinnar og spá fyrir um sólstorma sem gætu valdið usla á jörðinni. Farinu var skotið á loft með bandarískri Atlas-eldflaug á frá Canaveral-höfða á Flórída klukkan rétt rúmlega fjögur í nótt að íslenskum tíma. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) tekur þátt í leiðangrinum og annaðist geimskotið. Þegar Sólarbrautarfar (e. Solar Orbiter) evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) verður næst sólinni verður geimfarið innan við braut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar, í aðeins um 42 milljón kílómetra fjarlægð, um þriðjung af vegalengdinni á milli jarðar og sólar. Um borð eru sex myndavélar og fjögur önnur mælitæki sem eiga meðal annars að fylgjast með rafgasi og segulsviði sólarinnar. Myndavélarnar eiga að taka fyrstu myndirnar af pólum sólarinnar. Markmiðið er að afla gagna til að vísindamenn geti betur skilið þá ferla sem stýra virkni móðurstjörnu okkar. Þyngdarkraftur Venusar og jarðarinnar verður notaður til að koma Sólarbrautarfarinu fyrir á einstakri braut um sólina, hátt yfir brautarplani jarðarinnar. Brautin gerir farinu kleift að rannsaka pólsvæðin nánar en hægt er frá jörðinni. Meginhluti leiðangursins veturinn 2021 til 2022. Fyrsta nærflug geimfarins við sólina af tuttugu og tveimur verður árið 2022. Það er útbúið títanskildi til að verja það fyrir sterkri sólargeisluninni enda þarf geimfarið að þola allt að sex hundruð gráðu hita, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Virkni sólarinnar gengur í sveiflum og getur haft áhrif á jörðinni umfram að verma hana með geislum sínum. Þekkt er að sólblettavirkni gengur í um það bil ellefu ára sveiflum þó að vísindamenn skilji ekki að fullu hvers vegna. Þá geta stór sólgos, þegar sólin spýtir frá sér milljónum tonna efnis út í geiminn, haft áhrif á fjarskipta- og rafmagnskerfi manna. Athuganir nýja geimfarins gætu gert vísindamönnum kleift að bæta líkön sem notuð eru til að spá fyrir um slík gos. „Við lok Sólarbrautarfarsleiðangursins munum við vita meira um þá duldu krafta sem bera ábyrgð á breytilegri hegðun sólarinnar og áhrif hennar á heimaplánetu okkar en nokkru sinni fyrr,“ segir Günther Hasinger, vísindastjóri ESA.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira