Wikileaks hafi hjálpað Rússum að hjálpa Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:53 Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Flórída-ríkis, kom að gerð skýrslunnar. VÍSIR/AP Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks lék lykilhlutverk í áróðursherferð rússneskra stjórnvalda í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016. Það sem meira er, aðstandendum síðunnar var líklega fullljóst að þeir væru að liðsinna rússnesku leyniþjónustunni við tilraunir hennar til að grafa undan trú Bandaríkjamanna á kosningakerfinu og Hillary Clinton forsetaframbjóðanda - og um leið stuðla að kjöri Donald Trump Bandaríkjaforseta. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokabindi skýrslu leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings um aðkomu Rússa að kosningunum 2016. Greinendur segja lokabindið það eina sem nokkur sátt ríkti um meðal meðlima nefndarinnar, en Demókratarnir og Repúblikanarnir sem hana skipa höfðu tekist hatrammlega á um fyrri bindi skýrslunnar. Marco Rubio, öldungadeldarþingmaður fyrir Repúblikana, segir þannig í yfirlýsingu að niðurstöður nefndarinnar séu sláandi. „Við fundum óyggjandi sannanir fyrir því að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar,“ segir Rubio en bætir við að nefndin hafi ekki séð neitt sem benti til þess að kosningalið Trumps hafi tekið beinan þátt í þeim tilraunun. Engu að síður segir Mark Warner, varaformaður nefndarinnar, að skýrslan sýni að fulltrúar rússneskra stjórnvalda og meðlimir í kosningastjórn Trumps hafi átt í reglulegum samskiptum. Í því samhhengi er sérstaklega minnst á Paul Manafort, kosningastjóra Trumps, sem fundaði með rússneskum auðmanni í baráttunni og eftir að Trump var kjörinn. Framganga Manafort hafi varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í mars í fyrra m.a. fyrir að ljúga að rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings. Pútín fyrirskipað tölvuárás Að sögn Reuters ber skýrslan einnig með sér að bandarísk stjórnvöld og Hvíta húsið hafi torveldað og dregið lappirnar í rannsókninni á tilraunum Rússa til að grafa undan kosningunum 2016. Þá hafi Vladimír Pútín Rússlandsforseti verið fullmeðvitaður um tilraunir landa sinna til að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar, hann hafi hreinlega fyrirskipað þær. Það hafi þannig verið ákvörðun Pútíns að hakka sig inn í tölvukerfi Demókrataflokksins í aðdraganda flokksþingsins 2016 og leka þaðan margvíslegum samskiptum háttsettra Demókrata. Þau báru meðal annars með sér að flokkurinn hafði litla trú á mótframbjóðanda Clinton, Bernie Sanders, og beitti sér gegn honum í forvalinu. Þá fær rannsókn Alríkislögreglunnar (FBI) sína gagnrýni í skýrslunni. Samskipti Demókrataflokksins og FBI eftir fyrrnefnda tölvuárás hafi ekki verið ákjósanleg, sem og meðhöndlun FBI á Steele-skýrslunni svokölluðu. Lokabindi skýrslunnar má nálgast hér.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússland Donald Trump WikiLeaks Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira