„Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:45 Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hún óskar eftir því að sviðslistastofnanir landsins fái sömu undanþágu frá tveggja metra reglunni og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brýnt sé að standa vörð um menningu og listir, sérstaklega á tímum faraldurs. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“ Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“
Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“