Telur kröfur Eflingar „út úr kú“ og samningsvilja Sólveigar engan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. febrúar 2020 14:45 Þórarinn Ævarsson var framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi í 13 ár. Vísir/gulli Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. Hann segist hafa verið fylgjandi gerð Lífskjarasamningsins, en nú telji hann hins vegar að Efling hafi lítinn raunverulegan áhuga á að semja við borgina. Þórarinn var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi um fréttir vikunnar ásamt Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fyrrverandi ritstjóra vefs Fréttablaðsins. Þar gerði hann verkfallsaðgerðir Eflingar að umtalsefni sínu. „Ég er einn af þeim sem studdi þennan Lífskjarasamning, þó hann hafi kostað fyrirtæki mikið. Ég var þá í rekstri með 450 manns í vinnu, og þó nokkurn hluta af því í lægri [launa]hópunum, þannig að þetta hafði þó nokkur áhrif þarna, og á fjöldamörg fyrirtæki. Það er náttúrulega búið að skila sér í því að menn hafa hagrætt og fækkað fólki,“ sagði Þórarinn. Hann sagðist engu að síður vera fylgjandi því að lægstu laun hækkuðu á meðan önnur stæðu í stað. „Þetta hafðist að mínu mati nokkuð vel, enda sést það að verðbólgan fór ekki af stað, og þetta höfrungahlaup sem við þekkjum svo vel varð ekki til. Þarna náði verkalýðshreyfingin að mínu mati verulega góðum árangri.“ Þórarinn sagðist þó muna eftir því að við undirritun Lífskjarasamningsins hafi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verið „langt frá því að vera ánægð.“Sjá einnig: Þórarinn boðar stórar, drekkhlaðnar pizzur á óþekktum verðum „Af því að hún var í samfloti þarna með nokkrum öðrum þá varð hún að vera með, hún gat ekki slitið sig frá þessu. Ég varð ekkert voðalega undrandi þegar kröfugerð gegn borginni kom fram, sem var algjörlega út úr kú. Þetta er krafa sem borgin getur ekki sæst á, enda væri hún löngu búin að semja ef þetta væri ásættanlegt. Ef að borgin semur á þessum nótum þá fer höfrungahlaupið pottþétt af stað. Þá erum við aftur komin á sama stað og 1970 og 1990 þegar óðaverðbólgan var og höfrungahlaupið af stað.“ Telur samningavilja Eflingar engan Þórarinn segist telja að enginn raunverulegur samningsvilji hafi verið til staðar í herbúðum Eflingar. Sólveig Anna sé í grunninn gegnheil byltingarmanneskja. „Ég get alveg tekið ofan fyrir henni fyrir það, hún er bara byltingamanneskja. Hennar örlög og ólukka er það að hún er fædd 100 árum of seint, og í kolvitlausu landi. Hún hefði verið mjög flott einhvern tímann upp úr síðustu aldamótum, þegar var sannarlega þessi misskipting sem hún er alltaf að tala um,“ sagði Þórarinn. Hann segir orðræðu Eflingar um „auðvaldið og öreigana“ hreinlega ekki eiga við á Íslandi í dag og segir slíka frasa dregna fram úr fortíðinni. „Þó að ég viti það að fólk sem er að sinna umönnun hafi það ekkert allt of gott þá er verið að tala þarna um berstrípuð laun, en flestir þessara aðila eru að vinna eitthvað eftir vinnu um helgar, og það er búinn að nást gríðarlegur árangur með þessum Lífskjarasamningum, og þarna er bara svolítið verið að „gambla“ með það.“ Þórarinn segist einnig vera sammála Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hans nálgun á kjaraviðræðurnar, og hann vorkennir honum. „Það sem hann er búinn að kynna, og borgin er búin að kynna, er mjög rífleg hækkun, þar sem er verið að tala um 110 til 120 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum. Ófaglærður stjórnandi í leikskóla, hann er kominn með yfir 500 þúsund á mánuði, og það er í dagvinnu. Svo er líka verið að stytta vinnutímann.“ Reisti íbúðir og greiddi auka mánuð Framganga IKEA í starfsmannamálum á meðan Þórarinn var við stjórnvölinn vakti þó nokkra athygli á sínum tíma, og þá aðallega fyrir þær sakir að fyrirtækið gerði vel við starfsmenn sína á ýmsum sviðum. Fyrir jólin 2016 fengu 350 starfsmenn fyrirtækisins greiddan þrettánda mánuðinn, en það var afleiðing góðs gengis í rekstri verslunar fyrirtækisins í Garðabæ.Þá vakti einnig athygli á vormánuðum 2017 þegar fyrirtækið stóð að byggingu fjölbýlishúss í Urriðaholti í Garðabæ, steinsnar frá verslun IKEA, en í húsinu voru 36 leiguíbúðir ætlaðar starfsfólki fyrirtækisins. Í viðtali sagði Þórarinn þá að tilgangur byggingarinnar hafi verið að halda í starfsfólk og koma til móts við húsnæðisvanda þess.Hér að neðan má heyra í Þórarni og Sunnu Karen í Bítinu, en umræða um kjarabaráttu Eflingar hefst þegar tæpar níu mínútur eru liðnar af hljóðbrotinu. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þórarinn Ævarsson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi í 13 ár, segir kröfur stéttarfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg óásættanlegar. Hann segist hafa verið fylgjandi gerð Lífskjarasamningsins, en nú telji hann hins vegar að Efling hafi lítinn raunverulegan áhuga á að semja við borgina. Þórarinn var gestur í Bítinu á Bylgjunni í gær þar sem hann ræddi um fréttir vikunnar ásamt Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fyrrverandi ritstjóra vefs Fréttablaðsins. Þar gerði hann verkfallsaðgerðir Eflingar að umtalsefni sínu. „Ég er einn af þeim sem studdi þennan Lífskjarasamning, þó hann hafi kostað fyrirtæki mikið. Ég var þá í rekstri með 450 manns í vinnu, og þó nokkurn hluta af því í lægri [launa]hópunum, þannig að þetta hafði þó nokkur áhrif þarna, og á fjöldamörg fyrirtæki. Það er náttúrulega búið að skila sér í því að menn hafa hagrætt og fækkað fólki,“ sagði Þórarinn. Hann sagðist engu að síður vera fylgjandi því að lægstu laun hækkuðu á meðan önnur stæðu í stað. „Þetta hafðist að mínu mati nokkuð vel, enda sést það að verðbólgan fór ekki af stað, og þetta höfrungahlaup sem við þekkjum svo vel varð ekki til. Þarna náði verkalýðshreyfingin að mínu mati verulega góðum árangri.“ Þórarinn sagðist þó muna eftir því að við undirritun Lífskjarasamningsins hafi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verið „langt frá því að vera ánægð.“Sjá einnig: Þórarinn boðar stórar, drekkhlaðnar pizzur á óþekktum verðum „Af því að hún var í samfloti þarna með nokkrum öðrum þá varð hún að vera með, hún gat ekki slitið sig frá þessu. Ég varð ekkert voðalega undrandi þegar kröfugerð gegn borginni kom fram, sem var algjörlega út úr kú. Þetta er krafa sem borgin getur ekki sæst á, enda væri hún löngu búin að semja ef þetta væri ásættanlegt. Ef að borgin semur á þessum nótum þá fer höfrungahlaupið pottþétt af stað. Þá erum við aftur komin á sama stað og 1970 og 1990 þegar óðaverðbólgan var og höfrungahlaupið af stað.“ Telur samningavilja Eflingar engan Þórarinn segist telja að enginn raunverulegur samningsvilji hafi verið til staðar í herbúðum Eflingar. Sólveig Anna sé í grunninn gegnheil byltingarmanneskja. „Ég get alveg tekið ofan fyrir henni fyrir það, hún er bara byltingamanneskja. Hennar örlög og ólukka er það að hún er fædd 100 árum of seint, og í kolvitlausu landi. Hún hefði verið mjög flott einhvern tímann upp úr síðustu aldamótum, þegar var sannarlega þessi misskipting sem hún er alltaf að tala um,“ sagði Þórarinn. Hann segir orðræðu Eflingar um „auðvaldið og öreigana“ hreinlega ekki eiga við á Íslandi í dag og segir slíka frasa dregna fram úr fortíðinni. „Þó að ég viti það að fólk sem er að sinna umönnun hafi það ekkert allt of gott þá er verið að tala þarna um berstrípuð laun, en flestir þessara aðila eru að vinna eitthvað eftir vinnu um helgar, og það er búinn að nást gríðarlegur árangur með þessum Lífskjarasamningum, og þarna er bara svolítið verið að „gambla“ með það.“ Þórarinn segist einnig vera sammála Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í hans nálgun á kjaraviðræðurnar, og hann vorkennir honum. „Það sem hann er búinn að kynna, og borgin er búin að kynna, er mjög rífleg hækkun, þar sem er verið að tala um 110 til 120 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum. Ófaglærður stjórnandi í leikskóla, hann er kominn með yfir 500 þúsund á mánuði, og það er í dagvinnu. Svo er líka verið að stytta vinnutímann.“ Reisti íbúðir og greiddi auka mánuð Framganga IKEA í starfsmannamálum á meðan Þórarinn var við stjórnvölinn vakti þó nokkra athygli á sínum tíma, og þá aðallega fyrir þær sakir að fyrirtækið gerði vel við starfsmenn sína á ýmsum sviðum. Fyrir jólin 2016 fengu 350 starfsmenn fyrirtækisins greiddan þrettánda mánuðinn, en það var afleiðing góðs gengis í rekstri verslunar fyrirtækisins í Garðabæ.Þá vakti einnig athygli á vormánuðum 2017 þegar fyrirtækið stóð að byggingu fjölbýlishúss í Urriðaholti í Garðabæ, steinsnar frá verslun IKEA, en í húsinu voru 36 leiguíbúðir ætlaðar starfsfólki fyrirtækisins. Í viðtali sagði Þórarinn þá að tilgangur byggingarinnar hafi verið að halda í starfsfólk og koma til móts við húsnæðisvanda þess.Hér að neðan má heyra í Þórarni og Sunnu Karen í Bítinu, en umræða um kjarabaráttu Eflingar hefst þegar tæpar níu mínútur eru liðnar af hljóðbrotinu.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira