Brottvísun Maní frestað Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 19:22 Senda átti Maní Shahidi, 17 ára íranskan transpilt og foreldra hans úr landi þann 17. febrúar. Vísir/Sigurjón Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra. Upphaflega átti að vísa fjölskyldunni úr landi þann 17. febrúar. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu RÚV. Þá býst hún við því að fá frekari gögn frá Útlendingastofnun vegna málsins í næstu viku. Brottvísun Maní var frestað síðast eftir að hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar lögðust gegn því að hann yrði fluttur úr landi í slíku ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert. Sjá einnig: Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Claudie hefur gagnrýnt málsmeðferð fjölskylduna og sagði meðal annars í samtali við fréttastofu að hún hefði tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð yfirvalda. Hún gerði því ráð fyrir því að hann fengi réttlátari málsmeðferð við endurupptöku. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie. Settur forstjóri Útlendingastofnunar sagði hins vegar að ástæður þess að ekki hafi verið rætt við drenginn væru þær að foreldrar hans hefðu afþakkað það. Þá byggði umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega ekki á aðstæðum drengsins og því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn. Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Brottvísun íranska trans piltsins Maní Shahidi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til niðurstaða er komin í endurupptöku á máli þeirra. Upphaflega átti að vísa fjölskyldunni úr landi þann 17. febrúar. Þetta staðfestir Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, við fréttastofu RÚV. Þá býst hún við því að fá frekari gögn frá Útlendingastofnun vegna málsins í næstu viku. Brottvísun Maní var frestað síðast eftir að hann var lagður inn á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna „alvarlegrar andlegrar vanheilsu“. Læknar lögðust gegn því að hann yrði fluttur úr landi í slíku ástandi og staðfesti lögregla að það yrði ekki gert. Sjá einnig: Maní ekki vísað úr landi í fyrramálið Claudie hefur gagnrýnt málsmeðferð fjölskylduna og sagði meðal annars í samtali við fréttastofu að hún hefði tekið eftir ýmsum annmörkum á málsmeðferð yfirvalda. Hún gerði því ráð fyrir því að hann fengi réttlátari málsmeðferð við endurupptöku. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie. Settur forstjóri Útlendingastofnunar sagði hins vegar að ástæður þess að ekki hafi verið rætt við drenginn væru þær að foreldrar hans hefðu afþakkað það. Þá byggði umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega ekki á aðstæðum drengsins og því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn.
Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir að horft sé til Flóttamannastofnunarinnar varðandi réttindi hinsegin fólks. Þá segir hann að Útlendingastofnun myndi ekki senda transbarn til Íran. 19. febrúar 2020 18:36
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Ráðherra segist ekki hafa heimild til að grípa inn í hælismál Dómsmálaráðherra nefnir ekki Shahidi-fjölskylduna írönsku í Facebook-færslu þar sem hún færir rök gegn því að stjórnmálamenn hafi afskipti af veitingu alþjóðlegrar verndar. 19. febrúar 2020 20:51