Spurningin sem ég klúðraði Arnór Steinn Ívarsson skrifar 28. febrúar 2020 11:30 Leikritið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson var á sýningarskrá Borgarleikhússins 2014. Þetta er ein staðreynd sem ég man vel og mun sennilega aldrei gleyma. Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu. Mín er Bláskjár. Sýningarskrá Borgarleikhússins var eitt af handahófskenndu lestrarefnum mínum daginn sem lið Borgarholtsskóla keppti til úrslita árið 2014. Þar var ég í liðinu á vinstri væng með sérsviðin dægurmál, landafræði og heimssögu. Bæklingurinn var meðal annars á borði stofunnar sem við í liðinu biðum í fyrir keppni. Ég blaðaði í honum og sá þar að nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar var að gera góða hluti. Ég pældi ekkert frekar í því. Hvernig gat ég vitað að spurningahöfundar myndu spyrja um Bláskjá? Það hefði verið alveg ýkt gott að hafa þær upplýsingar við hendi en því miður varð það ekki svo. Það er líka galdurinn við Gettu Betur og allar betri spurningakeppnir, þær eru eins og súkkulaðikassinn hans Forrest Gump; þú veist aldrei hvað þú færð. Jæja, nóg af því í bili. Keppnin á sér stað og spurningin er borin upp. Ég man ekki orðalagið nákvæmlega en ég man bara að svarið var Bláskjár. Ég var of seinn á bjölluna og hitt liðið svaraði rétt. Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla. Ég spólaði atburðarásinni til baka og hugsaði milljón mismunandi leiðir fyrir mig að muna svarið. Ef ég hefði verið með símann minn í klofinu þá hefði ég getað gúgglað svarið, auðvitað, en það hefði verið svindl. Ég hefði getað verið seiðskratti og vitað að ein spurningin væri úr sýningarskrá Borgarleikhússins og smyglað henni því með mér, en það hefði verið svindl. Þjálfararnir mínir sáu mig eflaust blaða í bæklingnum fyrir keppni. Ef þeir hefðu setið á fremsta bekk og séð mig hugsa þá hefði einhver þeirra getað kallað upp á svip BIÐSTOFA! eða BÆKLINGUR! og ég hefði kveikt samstundis. Tvö stig í hús og úrslitin hefðu orðið allt, allt önnur. En það hefði náttúrulega líka verið svindl. Eða hvað? Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl? Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur. Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er ... tja ... bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð. Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar? Það sem pirrar mig hvað mest í þessu er að ég fór aldrei að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Mér fannst eins og ég ætti það ekki skilið. Kannski væri ég búinn að sjá það ef ég hefði svindlað. Kannski.Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Leikritið Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson var á sýningarskrá Borgarleikhússins 2014. Þetta er ein staðreynd sem ég man vel og mun sennilega aldrei gleyma. Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu. Mín er Bláskjár. Sýningarskrá Borgarleikhússins var eitt af handahófskenndu lestrarefnum mínum daginn sem lið Borgarholtsskóla keppti til úrslita árið 2014. Þar var ég í liðinu á vinstri væng með sérsviðin dægurmál, landafræði og heimssögu. Bæklingurinn var meðal annars á borði stofunnar sem við í liðinu biðum í fyrir keppni. Ég blaðaði í honum og sá þar að nýtt leikrit Tyrfings Tyrfingssonar var að gera góða hluti. Ég pældi ekkert frekar í því. Hvernig gat ég vitað að spurningahöfundar myndu spyrja um Bláskjá? Það hefði verið alveg ýkt gott að hafa þær upplýsingar við hendi en því miður varð það ekki svo. Það er líka galdurinn við Gettu Betur og allar betri spurningakeppnir, þær eru eins og súkkulaðikassinn hans Forrest Gump; þú veist aldrei hvað þú færð. Jæja, nóg af því í bili. Keppnin á sér stað og spurningin er borin upp. Ég man ekki orðalagið nákvæmlega en ég man bara að svarið var Bláskjár. Ég var of seinn á bjölluna og hitt liðið svaraði rétt. Ég brjálaðist út í sjálfan mig fyrir að klúðra þessu. Ég bókstaflega las svarið klukkutíma fyrir keppni. Hvernig, hvernig gat ég ekki munað þetta? Við á endanum töpuðum og ég var svo tapsár að ég hætti í liðinu þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af menntaskóla. Ég spólaði atburðarásinni til baka og hugsaði milljón mismunandi leiðir fyrir mig að muna svarið. Ef ég hefði verið með símann minn í klofinu þá hefði ég getað gúgglað svarið, auðvitað, en það hefði verið svindl. Ég hefði getað verið seiðskratti og vitað að ein spurningin væri úr sýningarskrá Borgarleikhússins og smyglað henni því með mér, en það hefði verið svindl. Þjálfararnir mínir sáu mig eflaust blaða í bæklingnum fyrir keppni. Ef þeir hefðu setið á fremsta bekk og séð mig hugsa þá hefði einhver þeirra getað kallað upp á svip BIÐSTOFA! eða BÆKLINGUR! og ég hefði kveikt samstundis. Tvö stig í hús og úrslitin hefðu orðið allt, allt önnur. En það hefði náttúrulega líka verið svindl. Eða hvað? Segjum að þjálfarinn minn hefði náð að kasta til mín mjög vel þeginni hjálp upp á svið og enginn hefði heyrt, ekki dómarar og spurningahöfundar, spyrill, framleiðendur, útsendingarstjórnendur, aðrir keppendur, myndavélafólk eða fólk heima, hefði það þá ekki talist vera svindl? Ég spyr af því að nákvæmlega þetta gerðist í keppni MR og Kvennó um daginn og það var víst ekki talið sem svindl. Liðsmaður MR sagði rétt svar en breytti því yfir í vitlaust svar. Þjálfarinn kallaði NEI upp á svið og liðsmaðurinn breytti til baka. MR vann, naumlega. Þetta er búið að gera mér mjög hugleikið síðustu vikur af óteljandi ástæðum og ég eiginlega gat ekki setið á mér lengur. Þegar við kepptum, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var farið nokkuð vel yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Allt svindl er ... tja ... bannað. Það er bannað að vera með miða með sér, heyrnartól eða einhverskonar hlustitæki og öll framíköll úr sal eru bönnuð. Hvað breyttist í keppni MR og Kvennó? Hvers vegna fengu liðsmenn MR að njóta vafans eftir augljóst framíkall þjálfara þeirra? Dagskrá RÚV spilaði víst stórt hlutverk í ákvörðun Stýrihóps að láta þessi glórulausu úrslit standa en hvaða skilaboð er verið að senda? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn heyri til? Það er í lagi að svindla svo lengi sem enginn þorir að gera neitt í því? Það er í lagi að svindla ef skólinn er talið eitt af stórveldum keppninar? Það sem pirrar mig hvað mest í þessu er að ég fór aldrei að sjá Bláskjá í Borgarleikhúsinu. Mér fannst eins og ég ætti það ekki skilið. Kannski væri ég búinn að sjá það ef ég hefði svindlað. Kannski.Höfundur er meistaranemi í blaða- og fréttamennsku
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar