Brauðfætur tungumálanáms Oddur Þórðarson skrifar 28. febrúar 2020 08:00 Francis Bacon sagði: „Mennt er máttur“. Annað frægt skáld orti: „Sterkasta sverðið er kennsla og þekking“. Heldur minna ljóðrænna væri ef einhver segði að með aukinni þekkingu fást betri atvinnutækifæri eða að með hverri blaðsíðu sem þú lest í bók, hækka mánaðarlaun þín í framtíðinni. Sennilegast er það vegna þess að grundvöllur menntunar sé að hún sé menntunarinnar vegna. Hreinasta form þekkingar er sú þekking sem maður öðlast þekkingarinnar sjálfrar vegna. Tungumálanám er því gríðarlega mikilvægt. Þeir sem leggja stund á tungumál og önnur hugvísindi öðlast þekkingu sem er ekki menguð af neinni annarri fýsn en fróðleiksfýsn. Eins og allt nám á að vera. Menningarfræðilegt neyðarástand Tungumálanám á Íslandi er í gjörgæslu. Æ færri grunnskólanemendur velja námsbrautir á framhaldsskólastigi þar sem aðaláhersla er lögð á tungumálanám. Úr Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem völ er á einu besta tungumálanámi á öllu landinu, eru sífellt færri brautskráðir af málabraut. Árið 1998 var 71 nemandi brautskráður af málabraut úr MR en árið 2018 voru þeir um helmingi færri eða 34 og höfðu þá ekki farið upp fyrir 35 nemendur síðan árið 2014. Það er gríðarleg fækkun á aðeins 20 árum. Haldi áfram sem horfir mun ekki líða langur tími þar til tungumálabrautir framhaldsskólanna verða lagðar niður. Árny Jónsdóttir, spænskukennari í MR, vakti athygli mína á því að aðsókn á tungumálamálabraut MR fór minnkandi um leið og breytingar voru gerðar á því hvernig nemendur við MR velja sína námsleið. Fyrir ekki svo löngu lærðu allir nýnemar sama efnið í eitt ár, svo völdu þeir tungumáladeild eða náttúrufræðideild að ári loknu. Þessu var síðan breytt á þann veg að nemendur urðu að velja deild áður en þeir hófu nám við skólann, máladeildinni til mikils ama. Greinilegt er að þegar nemendur koma af grunnskólastiginu þá séu þeir smeykir við að velja tungumálanám. Getur verið að skoða þurfi hvernig tungumál eru kennd í grunnskólum landsins? Það er e.t.v. efni í aðra grein. Hvernig lærir maður menningarlæsi? Það vill eðlilega haldast í hendur að þeir nemendur sem nema tungumál og önnur hugvísindi á háskólastigi komi af viðeigandi brautum á framhaldsskólastiginu. Ef við hlúum ekki ekki að tungumálanámi á framhaldsskólastigi, stofnum við hugvísindadeild Háskóla Íslands í augljósa hættu. Það þarf ekki að útskýra hvers vegna það yrði geigvænleg þróun. Því þótt margir haldi það eflaust, þá snýst tungumálanám minna um að læra að heilsa, kveðja og spyrja til vegar á sem flestum tungumálum. Fyrst og fremst dýpkar tungumálanám skilning manns á samfélagi manna, mannkynssögu, heimspeki o.þ.h. Fræðasamfélag tungumálanna og annarra hugvísinda þokar fræðunum í átt að auknum skilningi á menningu okkar og því efni sem samfélagsþræðir okkar eru ofnir úr. Þetta sést ágætlega á því að ég var á málabraut í MR og lærði þar ensku, dönsku, íslensku, latínu, spænsku, frönsku auk annarra hug- og félagsvísinda. Þótt ég hafi ekki alveg verið fyrirmyndarnemandi t.a.m. í latínu, eins og gamlir kennarar votta eflaust fyrir með misbreið bros út á aðra kinn, þá öðlaðist ég mun betri skilning á íslensku og ensku. Ég get varla ímyndað mér hversu betri ég væri í íslensku og ensku hefði ég bara drullast til að læra heima fyrir latínutíma. Annað dæmi er spænskan. Auk þess að hafa lært að gera mig skiljanlegan á spænsku þá lærði ég helling um spænska sögu, menningu og listir. Það er þekking sem ómetanlegt er að búa að. Tungumálanám og annað hugvísindnám kennir manni menningarlæsi betur en nokkuð annað nám. Þess vegna er tungumálanám einn besti grunnur sem hægt er að hafa ef maður ætlar að gera sig gildandi á atvinnumarkaði og öllu samfélagi manna. Rangar forsendur Ég hef hitt marga sem vilja meina að ef eftirspurn eftir tungumálanámi minnki þá sé sjálfsagt að framboðið hverfi líka. Greinilegt sé að nemendur sjái ekki tilgang eða fjárhagslegan ávinning af því að leggja stund á tungumál eða önnnur hugvísindi og þá sé ekkert að því að slíkt nám leggist af. Þetta er ósanngjörn uppsetning. Nám á ekki að vera metið til fjár. Þegar blásið er til sóknar í þágu iðnnáms spyrja fæstir hvaða menningarlegu forsendur séu fyrir því að slíkt nám sé í boði. Samt vilja margir fórna tungumálanámi á altari efnahagslegra forsenda. Ein tegund náms á ekki að geta verið mikilvægara en aðrar. Öll þekking er mikilvæg – þekkingarinnar sjálfrar vegna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skóla - og menntamál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Francis Bacon sagði: „Mennt er máttur“. Annað frægt skáld orti: „Sterkasta sverðið er kennsla og þekking“. Heldur minna ljóðrænna væri ef einhver segði að með aukinni þekkingu fást betri atvinnutækifæri eða að með hverri blaðsíðu sem þú lest í bók, hækka mánaðarlaun þín í framtíðinni. Sennilegast er það vegna þess að grundvöllur menntunar sé að hún sé menntunarinnar vegna. Hreinasta form þekkingar er sú þekking sem maður öðlast þekkingarinnar sjálfrar vegna. Tungumálanám er því gríðarlega mikilvægt. Þeir sem leggja stund á tungumál og önnur hugvísindi öðlast þekkingu sem er ekki menguð af neinni annarri fýsn en fróðleiksfýsn. Eins og allt nám á að vera. Menningarfræðilegt neyðarástand Tungumálanám á Íslandi er í gjörgæslu. Æ færri grunnskólanemendur velja námsbrautir á framhaldsskólastigi þar sem aðaláhersla er lögð á tungumálanám. Úr Menntaskólanum í Reykjavík, þar sem völ er á einu besta tungumálanámi á öllu landinu, eru sífellt færri brautskráðir af málabraut. Árið 1998 var 71 nemandi brautskráður af málabraut úr MR en árið 2018 voru þeir um helmingi færri eða 34 og höfðu þá ekki farið upp fyrir 35 nemendur síðan árið 2014. Það er gríðarleg fækkun á aðeins 20 árum. Haldi áfram sem horfir mun ekki líða langur tími þar til tungumálabrautir framhaldsskólanna verða lagðar niður. Árny Jónsdóttir, spænskukennari í MR, vakti athygli mína á því að aðsókn á tungumálamálabraut MR fór minnkandi um leið og breytingar voru gerðar á því hvernig nemendur við MR velja sína námsleið. Fyrir ekki svo löngu lærðu allir nýnemar sama efnið í eitt ár, svo völdu þeir tungumáladeild eða náttúrufræðideild að ári loknu. Þessu var síðan breytt á þann veg að nemendur urðu að velja deild áður en þeir hófu nám við skólann, máladeildinni til mikils ama. Greinilegt er að þegar nemendur koma af grunnskólastiginu þá séu þeir smeykir við að velja tungumálanám. Getur verið að skoða þurfi hvernig tungumál eru kennd í grunnskólum landsins? Það er e.t.v. efni í aðra grein. Hvernig lærir maður menningarlæsi? Það vill eðlilega haldast í hendur að þeir nemendur sem nema tungumál og önnur hugvísindi á háskólastigi komi af viðeigandi brautum á framhaldsskólastiginu. Ef við hlúum ekki ekki að tungumálanámi á framhaldsskólastigi, stofnum við hugvísindadeild Háskóla Íslands í augljósa hættu. Það þarf ekki að útskýra hvers vegna það yrði geigvænleg þróun. Því þótt margir haldi það eflaust, þá snýst tungumálanám minna um að læra að heilsa, kveðja og spyrja til vegar á sem flestum tungumálum. Fyrst og fremst dýpkar tungumálanám skilning manns á samfélagi manna, mannkynssögu, heimspeki o.þ.h. Fræðasamfélag tungumálanna og annarra hugvísinda þokar fræðunum í átt að auknum skilningi á menningu okkar og því efni sem samfélagsþræðir okkar eru ofnir úr. Þetta sést ágætlega á því að ég var á málabraut í MR og lærði þar ensku, dönsku, íslensku, latínu, spænsku, frönsku auk annarra hug- og félagsvísinda. Þótt ég hafi ekki alveg verið fyrirmyndarnemandi t.a.m. í latínu, eins og gamlir kennarar votta eflaust fyrir með misbreið bros út á aðra kinn, þá öðlaðist ég mun betri skilning á íslensku og ensku. Ég get varla ímyndað mér hversu betri ég væri í íslensku og ensku hefði ég bara drullast til að læra heima fyrir latínutíma. Annað dæmi er spænskan. Auk þess að hafa lært að gera mig skiljanlegan á spænsku þá lærði ég helling um spænska sögu, menningu og listir. Það er þekking sem ómetanlegt er að búa að. Tungumálanám og annað hugvísindnám kennir manni menningarlæsi betur en nokkuð annað nám. Þess vegna er tungumálanám einn besti grunnur sem hægt er að hafa ef maður ætlar að gera sig gildandi á atvinnumarkaði og öllu samfélagi manna. Rangar forsendur Ég hef hitt marga sem vilja meina að ef eftirspurn eftir tungumálanámi minnki þá sé sjálfsagt að framboðið hverfi líka. Greinilegt sé að nemendur sjái ekki tilgang eða fjárhagslegan ávinning af því að leggja stund á tungumál eða önnnur hugvísindi og þá sé ekkert að því að slíkt nám leggist af. Þetta er ósanngjörn uppsetning. Nám á ekki að vera metið til fjár. Þegar blásið er til sóknar í þágu iðnnáms spyrja fæstir hvaða menningarlegu forsendur séu fyrir því að slíkt nám sé í boði. Samt vilja margir fórna tungumálanámi á altari efnahagslegra forsenda. Ein tegund náms á ekki að geta verið mikilvægara en aðrar. Öll þekking er mikilvæg – þekkingarinnar sjálfrar vegna. Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm . Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun