Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2020 18:48 Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda.
Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49