Vigdís langþreytt og leitar til Vinnueftirlitsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2020 14:11 Vigdís Hauksdóttir stendur í deilum í Ráðhúsi Reykjavíkur. visir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara. Frá þessu greinir borgarfulltrúinn á Facebook. Deilur þeirra hafa staðið yfir í vel á annað ár en upphaf þess má, að sögn Vigdísar, rekja til dóms í héraði sumarið 2018 þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar framkomu Helgu Bjargar og Stefáns í garð starfsmanns. „Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar,“ sagði í niðurstöðu héraðsdóms. Vigdís segist hafa lesið upp úr dómnum á fundi borgarstjórnar og síðan hafi Helga Björg ráðist að sér í fjölmiðlum og reynt að sverta mannorð sitt. „Hún ber mig þungum sökum og sakar mig um einelti þrátt fyrir að hafa einungis hitt mig tvisvar eða þrisvar þegar hún setti málið af stað.“ Hafnað að Helga Björg víki af fundi Starfsfólk hjá Reykjavíkurborg kvartaði undan Vigdísi og framkomu hennar gagnvart Helgu Björgu til eineltis- og áreitnisteymis Ráðhússins. Vigdís hefur kallað teymið „Rannsóknarrétt Ráðhússins“. „Í þrígang hef ég verið ónáðuð á heimili að kvöldi til - til að taka á móti ábyrgðarbréfum þess efnis að hafin væri rannsókn gegn mér. Meirihlutinn stofnaði rannsóknarrétt ráðhússins mér til höfuðs og reynt var í tvígang að þvæla mér inn í það ólögbundna ferli,“ segir Vigdís. „Núna er opið mál á hendur mér hjá siðanefnd íslenskra sveitarfélaga sama efnis. Að þessu sögðu er það óásættanlegt fyrir mig að nú er þessi aðili farin að mæta á fundi borgarráðs - hefur það gerst í tvígang og síðast nú í morgun. Hvernig má það vera að hún sækist í að sitja sömu fundi og ég sem er meintur „gerandi og ofbeldismaður“ í málinu.“ Vigdís segist hafa óskað eftir því að Helga Björg víki af fundi en ekki hafi verið við því orðið. „Allir embættismenn borgarinnar eru með staðgengla - hún líka og samkvæmt öllum eineltisfræðum á hún að forðast að vera í návist minni. Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð.“ Því óski hún eftir aðstoð Vinnueftirlitsins. Vigdís þakkar sömuleiðis í dag hlustendum Útvarps Sögu fyrir traustið. Í könnun á Útvarpi Sögu, þar sem 649 atkvæði voru greidd á vef útvarpsstöðvarinnar, segjast 58 prósent hlustenda vilja að hún verði næsti borgarstjóri. Vigdís segist þakka traustið og ætla að standa undir væntingum. Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30 Vigdís og Helga hefðu átt að leita til borgarstjóra að mati siðanefndar Hafi kjörnir fulltrúar eitthvað að athuga við störf starfsmanna sveitarfélaga ættu þeir að leita til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem um ræðir til þess að koma athugasemdunum á framfæri. Það sama gildir um starfsmenn sveitarfélaga, telji þeir að kjörnir fulltrúar hafi gerst brotlegir við siðareglur, og öfugt 15. janúar 2019 14:00 Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. 15. ágúst 2018 19:30 Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Vigdís upplifir eineltisásakanir í sinn garð sem áreiti og þráhyggju Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur birt annað bréf sem henni barst vegna ásakanna um einelti af hennar hálfu. 28. september 2019 10:34 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir aðstoð Vinnueftirlitsins í deilum sínum við Helgu Björgu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra borgarstjóra og Stefán Eiríksson borgarritara. Frá þessu greinir borgarfulltrúinn á Facebook. Deilur þeirra hafa staðið yfir í vel á annað ár en upphaf þess má, að sögn Vigdísar, rekja til dóms í héraði sumarið 2018 þar sem Reykjavíkurborg var dæmd til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar framkomu Helgu Bjargar og Stefáns í garð starfsmanns. „Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar,“ sagði í niðurstöðu héraðsdóms. Vigdís segist hafa lesið upp úr dómnum á fundi borgarstjórnar og síðan hafi Helga Björg ráðist að sér í fjölmiðlum og reynt að sverta mannorð sitt. „Hún ber mig þungum sökum og sakar mig um einelti þrátt fyrir að hafa einungis hitt mig tvisvar eða þrisvar þegar hún setti málið af stað.“ Hafnað að Helga Björg víki af fundi Starfsfólk hjá Reykjavíkurborg kvartaði undan Vigdísi og framkomu hennar gagnvart Helgu Björgu til eineltis- og áreitnisteymis Ráðhússins. Vigdís hefur kallað teymið „Rannsóknarrétt Ráðhússins“. „Í þrígang hef ég verið ónáðuð á heimili að kvöldi til - til að taka á móti ábyrgðarbréfum þess efnis að hafin væri rannsókn gegn mér. Meirihlutinn stofnaði rannsóknarrétt ráðhússins mér til höfuðs og reynt var í tvígang að þvæla mér inn í það ólögbundna ferli,“ segir Vigdís. „Núna er opið mál á hendur mér hjá siðanefnd íslenskra sveitarfélaga sama efnis. Að þessu sögðu er það óásættanlegt fyrir mig að nú er þessi aðili farin að mæta á fundi borgarráðs - hefur það gerst í tvígang og síðast nú í morgun. Hvernig má það vera að hún sækist í að sitja sömu fundi og ég sem er meintur „gerandi og ofbeldismaður“ í málinu.“ Vigdís segist hafa óskað eftir því að Helga Björg víki af fundi en ekki hafi verið við því orðið. „Allir embættismenn borgarinnar eru með staðgengla - hún líka og samkvæmt öllum eineltisfræðum á hún að forðast að vera í návist minni. Hér er búið að snúa málum við og tel ég að þetta áreiti og ögrun gagnvart mér sé einelti í minn garð.“ Því óski hún eftir aðstoð Vinnueftirlitsins. Vigdís þakkar sömuleiðis í dag hlustendum Útvarps Sögu fyrir traustið. Í könnun á Útvarpi Sögu, þar sem 649 atkvæði voru greidd á vef útvarpsstöðvarinnar, segjast 58 prósent hlustenda vilja að hún verði næsti borgarstjóri. Vigdís segist þakka traustið og ætla að standa undir væntingum.
Borgarstjórn Miðflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30 Vigdís og Helga hefðu átt að leita til borgarstjóra að mati siðanefndar Hafi kjörnir fulltrúar eitthvað að athuga við störf starfsmanna sveitarfélaga ættu þeir að leita til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem um ræðir til þess að koma athugasemdunum á framfæri. Það sama gildir um starfsmenn sveitarfélaga, telji þeir að kjörnir fulltrúar hafi gerst brotlegir við siðareglur, og öfugt 15. janúar 2019 14:00 Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. 15. ágúst 2018 19:30 Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00 Vigdís upplifir eineltisásakanir í sinn garð sem áreiti og þráhyggju Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur birt annað bréf sem henni barst vegna ásakanna um einelti af hennar hálfu. 28. september 2019 10:34 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Meint einelti í Ráðhúsinu: Snörp orðaskipti þegar Vigdís og Dóra Björt tókust á í Vikulokunum Það kom til snarpra orðaskipta á milli Vigdísar Hauksdóttur, oddvita Miðflokksins í borgarstjórn og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata í borgarstjórn, Í vikulokunum á Rás 1 í dag þegar talið barst að stöðu mála í Ráðhúsinu eftir að tilkynnt var um vinnslu máls samkvæmt bráðabirgðaverkferli vegna kvartana skrifstofustjóra í ráðhúsinu vegna meints eineltis Vigdísar í hans garð. 22. júní 2019 14:30
Vigdís og Helga hefðu átt að leita til borgarstjóra að mati siðanefndar Hafi kjörnir fulltrúar eitthvað að athuga við störf starfsmanna sveitarfélaga ættu þeir að leita til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem um ræðir til þess að koma athugasemdunum á framfæri. Það sama gildir um starfsmenn sveitarfélaga, telji þeir að kjörnir fulltrúar hafi gerst brotlegir við siðareglur, og öfugt 15. janúar 2019 14:00
Vigdís hyggst leggja fram nýjar upplýsingar í eineltismáli Vigdís Haukdsóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, boðar nýjar upplýsingar í máli skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, sem sökuð er um að hafa lagt undirmann sinn í einelti. Helga svaraði þeim ásökunum í bréfi til forsætisnefndar Reykjavíkurborgar í dag. 15. ágúst 2018 19:30
Vigdís ætlar með eineltismálið fyrir dómstóla Eineltis-og áreitnisteymi Ráðhússins hefur óskað eftir því að sérfræðingar rannsaki hvort Vigdís Hauksdóttir hafi beitt skrifstofustjóra í Ráðhúsinu einelti. Þetta er í fyrsta skipti sem slík rannsókn er fyrirhuguð. 20. júní 2019 19:00
Vigdís upplifir eineltisásakanir í sinn garð sem áreiti og þráhyggju Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur birt annað bréf sem henni barst vegna ásakanna um einelti af hennar hálfu. 28. september 2019 10:34
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent