Maðurinn sem stríddi Man Utd mikið í fyrri leiknum verður ekki með í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 13:00 Emmanuel Dennis fagnar marki sínu á móti Manchester United. Getty/Vincent Van Doornick Manchester United fær belgíska félagið Club Brugge í heimsókn í kvöld í síðari leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa ekki áhyggjur af besta manni Club Brugge í fyrri leiknum. Emmanuel Dennis var besti maður vallarins í fyrri leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli á heimavelli Club Brugge. Emmanuel Dennis kom Brugge liðinu meðal annars í 1-0 á 15. mínútu í fyrri leiknum í síðustu viku en Anthony Martial jafnaði metin á 36. mínútu. 'We Will Certainly Miss Dennis' - Club Brugge Defender, Coach Rue Absence Of Nigeria Striker Vs ... https://t.co/mx3xmJ8h16pic.twitter.com/VlvKjdM7DA— Manchester United News (@mufcnews2019) February 27, 2020 Nú er hins vegar ljóst að meiðslin, sem Emmanuel Dennis varð fyrir um helgina í leik á móti Charleroi, eru það alvarleg að hann missir af leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ruud Vormer er líka óleikfær. Emmanuel Dennis er 22 ára Nígeríumaður sem hefur skorað 9 mörk fyrir Club Brugge í öllum keppnum á þessu tímabili. Þetta er mikill missir fyir belgíska liðið sem verður að skora á Old Trafford til þess að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ljóst að þarna fer alvöru maður. Emmanuel Dennis skoraði líka tvö mörk í 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á sjálfum Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í október. Hann er því vanur að skapa usla á móti stóru klúbbunum. Leikur Manchester United og Club Brugge hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Emmanuel Dennis' game by number vs. Man Utd: - 90 minutes played - 1 goal - 3 shots on target - 2 big chances created - 77% pass accuracy - 2 succ. dribbles - 2 tackles A monstrous performance for a big game pic.twitter.com/e6ZRDidUgl— Soar Super Eagles (@SSE_NGA) February 20, 2020 Enski boltinn UEFA Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira
Manchester United fær belgíska félagið Club Brugge í heimsókn í kvöld í síðari leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ole Gunnar Solskjaer, knattspyrnustjóri Manchester United, og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa ekki áhyggjur af besta manni Club Brugge í fyrri leiknum. Emmanuel Dennis var besti maður vallarins í fyrri leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli á heimavelli Club Brugge. Emmanuel Dennis kom Brugge liðinu meðal annars í 1-0 á 15. mínútu í fyrri leiknum í síðustu viku en Anthony Martial jafnaði metin á 36. mínútu. 'We Will Certainly Miss Dennis' - Club Brugge Defender, Coach Rue Absence Of Nigeria Striker Vs ... https://t.co/mx3xmJ8h16pic.twitter.com/VlvKjdM7DA— Manchester United News (@mufcnews2019) February 27, 2020 Nú er hins vegar ljóst að meiðslin, sem Emmanuel Dennis varð fyrir um helgina í leik á móti Charleroi, eru það alvarleg að hann missir af leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Ruud Vormer er líka óleikfær. Emmanuel Dennis er 22 ára Nígeríumaður sem hefur skorað 9 mörk fyrir Club Brugge í öllum keppnum á þessu tímabili. Þetta er mikill missir fyir belgíska liðið sem verður að skora á Old Trafford til þess að komast áfram í sextán liða úrslitin. Það er ljóst að þarna fer alvöru maður. Emmanuel Dennis skoraði líka tvö mörk í 2-2 jafntefli á móti Real Madrid á sjálfum Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í október. Hann er því vanur að skapa usla á móti stóru klúbbunum. Leikur Manchester United og Club Brugge hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Emmanuel Dennis' game by number vs. Man Utd: - 90 minutes played - 1 goal - 3 shots on target - 2 big chances created - 77% pass accuracy - 2 succ. dribbles - 2 tackles A monstrous performance for a big game pic.twitter.com/e6ZRDidUgl— Soar Super Eagles (@SSE_NGA) February 20, 2020
Enski boltinn UEFA Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira