Enska úrvalsdeildin stofnar heiðurshöll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 11:30 Bikarinn sem er keppt er um í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Getty/Shaun Botterill Hér eftir eiga bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta möguleika á því að komast í heiðurshöll deildarinnar. Fyrstu meðlimirnir verða teknir inn í mars. Heiðurshöll eða „Hall of Fame“ eins og við þekkjum hana í enskumælandi löndum verður tekin upp hjá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í næsta mánuði en þetta kemur fram á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðurshallirnar eru þekktar frá Bandaríkjunum en Englendingar hafa nú ákveðið að stíga þetta skref hjá sér. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar haustið 1992 og umrædd heiðurshöll mun verðlauna mestu afreksmenn sína frá þeim tíma. Fyrstu tveir meðlimir heiðurshallar ensku úrvalsdeildarinnar verða teknir inn fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Það hefur ekkert verið gefið enn upp hverjir þeir eru. OFFICIAL: The Premier League has announced that it will be launching a Hall of Fame, with the first two inductees revealed on March 19th pic.twitter.com/ZKvIDCoR3w— B/R Football (@brfootball) February 27, 2020 Innganga í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar verður hér eftir mesti heiður sem leikmaður getur fengið frá ensku úrvalsdeildinni. Þann nítjánda mars næstkomandi verður einnig gefinn út listi með tilnefningum þar sem aðdáendur fá síðan tækifæri til að kjósa einn af þeim inn í heiðurshöllina. Til að koma til greina í heiðurshöllina þarf leikmaður að vera búinn að leggja skóna á hilluna og aðeins ferill hans í ensku úrvalsdeildinni kemur til greina við mat á hans frammistöðu. Sá sem er tekinn inn í heiðurshöllina fær stóran persónulegan verðlaunapening þar sem á verður greypt nafn hans og árið sem hann var tekinn inn. Við Íslendingar eigum Heiðurshöll ÍSÍ en handboltamaðurinn Alfreð Gíslason varð nítjándi meðlimur hennar í desember síðastliðnum. Coming soon.... #PLHallOfFame— Premier League (@premierleague) February 27, 2020 Bretland England Enski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Hér eftir eiga bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta möguleika á því að komast í heiðurshöll deildarinnar. Fyrstu meðlimirnir verða teknir inn í mars. Heiðurshöll eða „Hall of Fame“ eins og við þekkjum hana í enskumælandi löndum verður tekin upp hjá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í næsta mánuði en þetta kemur fram á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðurshallirnar eru þekktar frá Bandaríkjunum en Englendingar hafa nú ákveðið að stíga þetta skref hjá sér. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar haustið 1992 og umrædd heiðurshöll mun verðlauna mestu afreksmenn sína frá þeim tíma. Fyrstu tveir meðlimir heiðurshallar ensku úrvalsdeildarinnar verða teknir inn fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Það hefur ekkert verið gefið enn upp hverjir þeir eru. OFFICIAL: The Premier League has announced that it will be launching a Hall of Fame, with the first two inductees revealed on March 19th pic.twitter.com/ZKvIDCoR3w— B/R Football (@brfootball) February 27, 2020 Innganga í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar verður hér eftir mesti heiður sem leikmaður getur fengið frá ensku úrvalsdeildinni. Þann nítjánda mars næstkomandi verður einnig gefinn út listi með tilnefningum þar sem aðdáendur fá síðan tækifæri til að kjósa einn af þeim inn í heiðurshöllina. Til að koma til greina í heiðurshöllina þarf leikmaður að vera búinn að leggja skóna á hilluna og aðeins ferill hans í ensku úrvalsdeildinni kemur til greina við mat á hans frammistöðu. Sá sem er tekinn inn í heiðurshöllina fær stóran persónulegan verðlaunapening þar sem á verður greypt nafn hans og árið sem hann var tekinn inn. Við Íslendingar eigum Heiðurshöll ÍSÍ en handboltamaðurinn Alfreð Gíslason varð nítjándi meðlimur hennar í desember síðastliðnum. Coming soon.... #PLHallOfFame— Premier League (@premierleague) February 27, 2020
Bretland England Enski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira