„Get ekki gert þetta neitt betur“ Heimir Már Pétursson skrifar 26. febrúar 2020 20:00 Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var. Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi. Ragnar Bjarnason fæddist í Reykjavík hinn 22. september árið 1934 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Allt frá því hann söng fyrst opinberlega sextán ára gamall var hann að nánast fram í andlátið. Síðasta lagið sem Ragnar söng inn á upptöku var lagið Allar mínar götur, lag og texta eftir Halla Reynis heitinn og til minningar um hann, í september í fyrra sem reyndist vera hans síðasta upptaka. Ragnar hóf tónlistarferilinn sem trommari á unglingsárum en það var hin afslappaða og agaða söngrödd hans sem snemma smaug inn í hjarta þjóðarinnar. Hann söng fyrst opinberlega í Útvarpssal árið 1950 með Sigurði Ólafssyni og hljómsveit föður síns. Framan af ferlinum söng Ragnar með vinsælustu hljómsveitum landsins eins og KK- sextettinum, hljómsveit Svavars Gests, hljómsveit Björns R. Einarssonar og fleirum, þar til hann stofnaði hljómsveit Ragnars Bjarnasonar árið 1966. Hann stofnaði síðan Sumargleðina sem fór um landið með hópi listamanna í mörg ár. Lögin sem urðu vinsæl í flutningi Ragnars eru fjölmörg en auk starfa í tónlistinni ók Ragnar leigubíl í mörg ár og starfrækti bílaleigu í tæpan áratug. En það verður ljúfmennskan og röddin á ótal upptökum sem þjóðin mun geyma um langa framtíð. Í upptöku sem sýnd er í þessari frétt heyrist Ragnar segja eftir að hafa sungið sitt síðasta lag í upptöku: „Þetta er bara gott. Þó ég segi sjálfur frá þá er þetta gott. Ég get ekki gert þetta neitt betur.“ Það eru sjálfsagt engar ýkjur að fullyrða að þjóðin taki undir með honum, hann var bestur eins og hann var.
Andlát Tengdar fréttir Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25 Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30 Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Ragnar Bjarnason látinn Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga. 26. febrúar 2020 11:25
Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. 26. febrúar 2020 13:30
Eilífðartöffari kveður sviðið Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofin þjóðarsálinni. 26. febrúar 2020 13:15