Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 13:32 Milljarðar engisprettna herja nú á fjölda ríkja í Austur-Afríku og vestanverðri Asíu. Vísir/EPA Uppskera í austanverðri Afríku og vestanverðri Asíu er í hættu vegna gríðarlegs engisprettufaraldurs sem herjar á fjölda landa þar. Sameinuðu þjóðirnar biðla til ríkja heims um aukin fjárframlög til að verjast plágunni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hungursneyð gæti vofað yfir Austur-Afríku fái ekki frekara fjármagn og biður um 62 milljónir dollara, jafnvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna. Qu Dongyu, yfirmaður stofnunarinnar, segir að næstu vikur eigi eftir að skipta sköpum um hvort takist að halda faraldrinum í skefjum. Mesta hættan er talin á ferðum í löndum austanverðrar Afríku, Jemen, Persaflóaríkjum, Íran, Pakistan og á Indlandi. Í löndunum þremur sem hafa orðið verst úti til þessa, Kenía, Eþíópíu og Sómalíu, ætlar FAO að þurfi að úða um 100.000 hektara ræktarlands með skordýraeitri í hverju landi fyrir sig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Löndin skortir búnað og mannskap til þess að glíma við pláguna. Þau þurfa farartæki, flugvélar, öryggisbúnað fyrir fólk, talstöðvar og GPS-tæki svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja að mesta árangur beri að úða eitri úr lofti og á jörðu og að fylgjast stöðugt með svermunum þegar þeir ferðast um. Engispretturnar éta líkamsþyngd sína af fæðu á hverjum degi og fjölga sér svo hratt að talið er að fjöldi þeirra gæti fjögurhundruðfaldast fyrir júní. Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tengdar fréttir Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14 Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Uppskera í austanverðri Afríku og vestanverðri Asíu er í hættu vegna gríðarlegs engisprettufaraldurs sem herjar á fjölda landa þar. Sameinuðu þjóðirnar biðla til ríkja heims um aukin fjárframlög til að verjast plágunni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hungursneyð gæti vofað yfir Austur-Afríku fái ekki frekara fjármagn og biður um 62 milljónir dollara, jafnvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna. Qu Dongyu, yfirmaður stofnunarinnar, segir að næstu vikur eigi eftir að skipta sköpum um hvort takist að halda faraldrinum í skefjum. Mesta hættan er talin á ferðum í löndum austanverðrar Afríku, Jemen, Persaflóaríkjum, Íran, Pakistan og á Indlandi. Í löndunum þremur sem hafa orðið verst úti til þessa, Kenía, Eþíópíu og Sómalíu, ætlar FAO að þurfi að úða um 100.000 hektara ræktarlands með skordýraeitri í hverju landi fyrir sig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Löndin skortir búnað og mannskap til þess að glíma við pláguna. Þau þurfa farartæki, flugvélar, öryggisbúnað fyrir fólk, talstöðvar og GPS-tæki svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja að mesta árangur beri að úða eitri úr lofti og á jörðu og að fylgjast stöðugt með svermunum þegar þeir ferðast um. Engispretturnar éta líkamsþyngd sína af fæðu á hverjum degi og fjölga sér svo hratt að talið er að fjöldi þeirra gæti fjögurhundruðfaldast fyrir júní.
Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tengdar fréttir Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14 Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14
Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16