Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2020 13:30 Úr handboltaleik hjá Herði. mynd/facebook-síða harðar Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. Í yfirlýsingu Þórsara í dag kemur fram að reikningurinn hafi verið 692 þúsund krónur en Þór flaug í leikinn norður. Hörður hefur greitt 237 þúsund krónur til Þórsara og málinu lokið.Yfirlýsing Þórsara:Vegna ágreinings handknattleiksdeilda Þórs á Akureyri og Harðar á Ísafirði, um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019, vill Íþróttafélagið Þór taka fram:Heildarkostnaður við leikinn var 692.906 krónur, vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörður greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn.HSÍ hefur staðfest í tvígang að farið var í einu og öllu eftir reglum sambandsins. Nefna má sem dæmi að eins var staðið að málum þegar Selfyssingar léku við Þór á Akureyri í bikarkeppninni í haust. Selfyssingar óku til Reykjavíkur og flugu þaðan norður en óku að vísu til baka. Þór greiddi helming alls kostnaðar við leikinn.Ástæða þess að forráðamenn Þórs kusu að liðið flygi til Ísafjarðar var ekki síst hve þétt leikið var. Þór mætti ungmennaliði Hauka á Akureyri föstudagskvöldið 27. september, bikarleikurinn margumræddi fór fram á Ísafirði síðdegis mánudaginn 30. september og föstudaginn 4. október lék Þór gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.Forsvarsmenn Harðar og HSÍ vissu með góðum fyrirvara að Þórsarar færu fljúgandi til Ísafjarðar og skv. útreikningum HSÍ var kostnaðurinn við flugið ótrúlega litlu meiri en hefðu Þórsarar ekið á milli Akureyrar og Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Var þó ekki gert ráð fyrir vinnutapi leikmanna Þórs.Ánægjulegt er að sættir náðust og málið er úr sögunni.Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. Í yfirlýsingu Þórsara í dag kemur fram að reikningurinn hafi verið 692 þúsund krónur en Þór flaug í leikinn norður. Hörður hefur greitt 237 þúsund krónur til Þórsara og málinu lokið.Yfirlýsing Þórsara:Vegna ágreinings handknattleiksdeilda Þórs á Akureyri og Harðar á Ísafirði, um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019, vill Íþróttafélagið Þór taka fram:Heildarkostnaður við leikinn var 692.906 krónur, vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörður greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn.HSÍ hefur staðfest í tvígang að farið var í einu og öllu eftir reglum sambandsins. Nefna má sem dæmi að eins var staðið að málum þegar Selfyssingar léku við Þór á Akureyri í bikarkeppninni í haust. Selfyssingar óku til Reykjavíkur og flugu þaðan norður en óku að vísu til baka. Þór greiddi helming alls kostnaðar við leikinn.Ástæða þess að forráðamenn Þórs kusu að liðið flygi til Ísafjarðar var ekki síst hve þétt leikið var. Þór mætti ungmennaliði Hauka á Akureyri föstudagskvöldið 27. september, bikarleikurinn margumræddi fór fram á Ísafirði síðdegis mánudaginn 30. september og föstudaginn 4. október lék Þór gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.Forsvarsmenn Harðar og HSÍ vissu með góðum fyrirvara að Þórsarar færu fljúgandi til Ísafjarðar og skv. útreikningum HSÍ var kostnaðurinn við flugið ótrúlega litlu meiri en hefðu Þórsarar ekið á milli Akureyrar og Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Var þó ekki gert ráð fyrir vinnutapi leikmanna Þórs.Ánægjulegt er að sættir náðust og málið er úr sögunni.Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00
Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni