"Kærastan óskaði mér til hamingju og ég kunni að meta það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 09:00 Andri Fannar Baldursson hjálpaði Bologna liðinu að ná í stig. Skjámynd/Youtube-síða Bologna Fc 1909 Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. Andri Fannar Baldursson hafði einu sinni áður verið í hóp í vetur en núna kom hann inn á völlinn þegar rétt rúmur hálftími var eftir og Bologna liðið einu marki undir. Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann sér eitthvað í hinum átján ára gamla Andra Fannari og henti honum í djúpu laugina með góðum árangri. Ítalskir fjölmiðlar hrósuðu Andra Fannari fyrir frammistöðu sína en eftir að hann kom inn á völlinn en Bologna tókst að skora í lok leiksins og tryggja sér jafntefli. Andri Fannar kom inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen en sá er aðeins tvítugur. „Það kom mér fyrst á óvart þegar ég fékk kallið en ég var klár í þetta og spenntur fyrir að fá tækifærið. Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Ég ætla að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og gera enn betur. Ég er hungraður í að fá fleiri tækifæri," sagði Andri Fannar í viðtali á heimasíðu Bologna. INTERVIEW "I'm hungry for more" Listen to #Baldursson's words after making his debuthttps://t.co/n28ZEG46Ku#WeAreOnepic.twitter.com/0BI27hSyNN— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 25, 2020 Andri Fannar fagnaði líka viðbrögðunum úr sínum innsta hring en þar var mikil gleði með að sjá hann stíga þetta risastóra skref á sínum ferli. „Kærastan mín, fjölskyldan, vinir og margir aðrir sendu mér skilaboð og óskuðu mér til hamingju og ég kunni að meta það. Þau voru virkilega ánægð með mig og sögðu mér að ég hefði staðið mig vel," sagði Andri Fannar sem er uppalinn hjá Breiðabliki en kom út til Bologna fyrir rúmu ári. Blikar lánuðu hans fyrst til ítalska félagsins í janúar en seldur hann svo til Bologan síðasta sumar. DEBUT Andri #Baldursson came on for his debut during #BolognaUdinese, becoming the 911 th player in Bologna's history and our first from Iceland! #WeAreOnepic.twitter.com/ZcEFwJEaCz— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 23, 2020 „Ég hef alltaf verið með boltann við fæturna síðan ég var lítill strákur og foreldrar mínir sendu mig á fótboltaæfingar þegar ég var fimm ára," sagði Andri Fannar í viðtalinu og hann kann mjög vel við sig í borginni. „Mér líst vel á borgina og félagið. Það kom mér á óvart og ég elska þetta. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna," sagði Andri en það er hægt að sjá hann í viðtalinu hér fyrir neðan. Andri Fannar á enn eftir að ná tökum á ítölskunni og viðtalið fór því fram á ensku. Hann endaði samt á því að senda kveðju á íslensku: „Takk kærlega fyrir stuðninginn, ég kann að meta þetta,“ sagði Andri Fannar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Íslendingar erlendis Ítalski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Íslenski táningurinn Andri Fannar Baldursson er búinn að vinna sig upp í aðallið ítalska A-deildarliðsins Bologna og fékk sínar fyrstu mínútur með liðinu um síðustu helgi. Andri Fannar Baldursson hafði einu sinni áður verið í hóp í vetur en núna kom hann inn á völlinn þegar rétt rúmur hálftími var eftir og Bologna liðið einu marki undir. Sinisa Mihajlovic, knattspyrnustjóri Bologna, hefur mikla reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann sér eitthvað í hinum átján ára gamla Andra Fannari og henti honum í djúpu laugina með góðum árangri. Ítalskir fjölmiðlar hrósuðu Andra Fannari fyrir frammistöðu sína en eftir að hann kom inn á völlinn en Bologna tókst að skora í lok leiksins og tryggja sér jafntefli. Andri Fannar kom inn á fyrir Danann Andreas Skov Olsen en sá er aðeins tvítugur. „Það kom mér fyrst á óvart þegar ég fékk kallið en ég var klár í þetta og spenntur fyrir að fá tækifærið. Ég er ótrúlega ánægður með þetta. Ég ætla að halda áfram að bæta mig sem leikmaður og gera enn betur. Ég er hungraður í að fá fleiri tækifæri," sagði Andri Fannar í viðtali á heimasíðu Bologna. INTERVIEW "I'm hungry for more" Listen to #Baldursson's words after making his debuthttps://t.co/n28ZEG46Ku#WeAreOnepic.twitter.com/0BI27hSyNN— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 25, 2020 Andri Fannar fagnaði líka viðbrögðunum úr sínum innsta hring en þar var mikil gleði með að sjá hann stíga þetta risastóra skref á sínum ferli. „Kærastan mín, fjölskyldan, vinir og margir aðrir sendu mér skilaboð og óskuðu mér til hamingju og ég kunni að meta það. Þau voru virkilega ánægð með mig og sögðu mér að ég hefði staðið mig vel," sagði Andri Fannar sem er uppalinn hjá Breiðabliki en kom út til Bologna fyrir rúmu ári. Blikar lánuðu hans fyrst til ítalska félagsins í janúar en seldur hann svo til Bologan síðasta sumar. DEBUT Andri #Baldursson came on for his debut during #BolognaUdinese, becoming the 911 th player in Bologna's history and our first from Iceland! #WeAreOnepic.twitter.com/ZcEFwJEaCz— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) February 23, 2020 „Ég hef alltaf verið með boltann við fæturna síðan ég var lítill strákur og foreldrar mínir sendu mig á fótboltaæfingar þegar ég var fimm ára," sagði Andri Fannar í viðtalinu og hann kann mjög vel við sig í borginni. „Mér líst vel á borgina og félagið. Það kom mér á óvart og ég elska þetta. Það hafa allir tekið vel á móti mér hérna," sagði Andri en það er hægt að sjá hann í viðtalinu hér fyrir neðan. Andri Fannar á enn eftir að ná tökum á ítölskunni og viðtalið fór því fram á ensku. Hann endaði samt á því að senda kveðju á íslensku: „Takk kærlega fyrir stuðninginn, ég kann að meta þetta,“ sagði Andri Fannar en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.
Íslendingar erlendis Ítalski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira