Segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar Sylvía Hall skrifar 24. febrúar 2020 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Allsherjar- og menntamálanefnd hafi verið að klára nefndarálitið og hún eigi von á því að þetta komi til afgreiðslu í þinginu fljótlega. „Það verða auðvitað algjör tímamót að sjá breytingar á menntasjóði námsmanna. Það hafa ekki átt sér stað stórar breytingar á lánasjóðnum frá árinu 1992 þannig að þetta er löngu tímabær breyting,“ sagði Lilja um frumvarpið í Víglínunni í gær. Frumvarpið felur í sér þrjátíu prósenta niðurfellingu á höfuðstól lánanna og aðstoðin verði mun jafnari með þessum breytingum. Þó hefur frumvarpið verið gagnrýnt, meðal annars af stúdentahreyfingunum, fyrir breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, benti til að mynda á það í pistli á Vísi í nóvember síðastliðnum að vaxtafyrirkomulagið myndi gera það að verkum að slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs myndi bitna á lánagreiðendum í nýju kerfi. Lilja segir nefndarmenn hafa skoðað það að setja vaxtaþak en allar sviðsmyndir geri ráð fyrir því að námsmenn komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla. „Sumir námsmenn í gamla kerfinu voru nokkrir að fá 85% niðurfellingu á meðan aðrir voru jafnvel að fá 0,5% eða 2% niðurfellingu. Ég tel að þannig kerfi sé ósanngjarnt og þess vegna erum við að breyta því. Stuðningurinn verður mun jafnari,“ segir Lilja. Þá segir hún nýja kerfið koma mun betur út fyrir barnafólk og það sé mikilvægt á tímum þar sem fæðingartíðni sé í sögulegu lágmarki. „Það er sérstakur stuðningur við barnafólk […] Þú kemur mun betur út úr nýja kerfinu ef þið eruð með fjölskyldu og það eru margar breytingar sem eru til þess gerðar að styðja við fjölskyldufólk í landinu.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Lilju í fullri lengd. Alþingi Námslán Skóla - og menntamál Víglínan Tengdar fréttir Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36 SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00 Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir breytingar á námslánakerfinu löngu tímabærar og hún sé spennt að sjá það mál klárast í þinginu. Allsherjar- og menntamálanefnd hafi verið að klára nefndarálitið og hún eigi von á því að þetta komi til afgreiðslu í þinginu fljótlega. „Það verða auðvitað algjör tímamót að sjá breytingar á menntasjóði námsmanna. Það hafa ekki átt sér stað stórar breytingar á lánasjóðnum frá árinu 1992 þannig að þetta er löngu tímabær breyting,“ sagði Lilja um frumvarpið í Víglínunni í gær. Frumvarpið felur í sér þrjátíu prósenta niðurfellingu á höfuðstól lánanna og aðstoðin verði mun jafnari með þessum breytingum. Þó hefur frumvarpið verið gagnrýnt, meðal annars af stúdentahreyfingunum, fyrir breytingar á vaxtafyrirkomulaginu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands, benti til að mynda á það í pistli á Vísi í nóvember síðastliðnum að vaxtafyrirkomulagið myndi gera það að verkum að slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs myndi bitna á lánagreiðendum í nýju kerfi. Lilja segir nefndarmenn hafa skoðað það að setja vaxtaþak en allar sviðsmyndir geri ráð fyrir því að námsmenn komi betur út úr nýja kerfinu en því gamla. „Sumir námsmenn í gamla kerfinu voru nokkrir að fá 85% niðurfellingu á meðan aðrir voru jafnvel að fá 0,5% eða 2% niðurfellingu. Ég tel að þannig kerfi sé ósanngjarnt og þess vegna erum við að breyta því. Stuðningurinn verður mun jafnari,“ segir Lilja. Þá segir hún nýja kerfið koma mun betur út fyrir barnafólk og það sé mikilvægt á tímum þar sem fæðingartíðni sé í sögulegu lágmarki. „Það er sérstakur stuðningur við barnafólk […] Þú kemur mun betur út úr nýja kerfinu ef þið eruð með fjölskyldu og það eru margar breytingar sem eru til þess gerðar að styðja við fjölskyldufólk í landinu.“Hér að neðan má sjá viðtalið við Lilju í fullri lengd.
Alþingi Námslán Skóla - og menntamál Víglínan Tengdar fréttir Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36 SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00 Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Hagkerfið getur ekki beðið eftir sölu Íslandsbanka Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir brýnt að hið opinbera komi inn með verulega innspýtingu í hagkerfið. 23. febrúar 2020 22:36
SHÍ birtir umsögn sína við frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur birt umsögn sína um nýtt frumvarp um stuðningssjóð íslenskra námsmanna. 23. júlí 2019 14:00
Frumvarp um miklar breytingar á námslánakerfinu Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mælti í dag fyrir frumvarpi um Menntasjóð með það að markmiði að búa til réttlátara og nútímalegra námslánakerfi. 5. nóvember 2019 21:00