Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. febrúar 2020 18:30 Rusl á víð og dreif tók á móti gestum miðborgarinnar í dag. Allar ruslatunnur voru fullar og leifar næturlífsins fyrir allra augum. Vísir/baldur Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur, baðst enda undan viðtali í dag. Lítil hreyfing sé á hlutunum og samtalið við Eflingu ekkert frá síðasta fundi á miðvikudag. Það er þó ekki þar með sagt að engin vinna sé í gangi. „Við höfum nýtt tímann mjög vel síðustu daga, eins og við gerum jafnan þó svo að það sé ekki verið að funda,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Til að mynda sé verið að skoða „ýmsar útfærslur og tölur" eins og Viðar orðar það, auk þess sem skipulagning baráttunnar haldi áfram Meðan þessi vinna stendur yfir mega íbúar borgarinnar búast við áframhaldandi raski á daglegu lífi. Í fjölda leik- og grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti barna þurfti að sitja heima yfir daginn, og gera stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla ráð fyrir því að taka einnig upp veltukerfi frá og með þriðjudeginum næstkomandi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/frosti Óttist þið ekkert að almenningsálitið fari að snúast gegn ykkur?„Auðvitað byggist upp spenna og óþol hjá fólki út af þessu ástandi, það er alveg klárt mál og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því," segir Viðar. „Hins vegar höfum við fundið það mjög eindregið að það er jarðvegur fyrir því að gera þessa launaleiðréttingu sem við höfum krafist og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sjálfur talað fyrir.“ Sáttasemjari haldi vel á deilunni Samninganefndir geta farið fram á það að boðað verði til fundar í kjaradeilum, telji þær að eitthvað nýtt hafi komið fram sem líklegt er talið að geti leitt deiluna til lykta. Sú staða er þó ekki upp á teningnum nú og segir Viðar að Efling treysti ríkissáttasemjara til að meta hvenær rétt sé að boða til fundar. „Við höfum við er hlynnt því að láta viðræðurnar fara fram undir forræði ríkissáttasemjara, sem að okkar mati er að sinna þessari deilu vel og tekur á henni af mikilli alvöru. Af þeirri ástæðu höfum við talið það ekki viðeigandi að fara í beinar viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Viðar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur, baðst enda undan viðtali í dag. Lítil hreyfing sé á hlutunum og samtalið við Eflingu ekkert frá síðasta fundi á miðvikudag. Það er þó ekki þar með sagt að engin vinna sé í gangi. „Við höfum nýtt tímann mjög vel síðustu daga, eins og við gerum jafnan þó svo að það sé ekki verið að funda,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Til að mynda sé verið að skoða „ýmsar útfærslur og tölur" eins og Viðar orðar það, auk þess sem skipulagning baráttunnar haldi áfram Meðan þessi vinna stendur yfir mega íbúar borgarinnar búast við áframhaldandi raski á daglegu lífi. Í fjölda leik- og grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti barna þurfti að sitja heima yfir daginn, og gera stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla ráð fyrir því að taka einnig upp veltukerfi frá og með þriðjudeginum næstkomandi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/frosti Óttist þið ekkert að almenningsálitið fari að snúast gegn ykkur?„Auðvitað byggist upp spenna og óþol hjá fólki út af þessu ástandi, það er alveg klárt mál og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því," segir Viðar. „Hins vegar höfum við fundið það mjög eindregið að það er jarðvegur fyrir því að gera þessa launaleiðréttingu sem við höfum krafist og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sjálfur talað fyrir.“ Sáttasemjari haldi vel á deilunni Samninganefndir geta farið fram á það að boðað verði til fundar í kjaradeilum, telji þær að eitthvað nýtt hafi komið fram sem líklegt er talið að geti leitt deiluna til lykta. Sú staða er þó ekki upp á teningnum nú og segir Viðar að Efling treysti ríkissáttasemjara til að meta hvenær rétt sé að boða til fundar. „Við höfum við er hlynnt því að láta viðræðurnar fara fram undir forræði ríkissáttasemjara, sem að okkar mati er að sinna þessari deilu vel og tekur á henni af mikilli alvöru. Af þeirri ástæðu höfum við talið það ekki viðeigandi að fara í beinar viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Viðar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00