Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. febrúar 2020 18:30 Rusl á víð og dreif tók á móti gestum miðborgarinnar í dag. Allar ruslatunnur voru fullar og leifar næturlífsins fyrir allra augum. Vísir/baldur Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur, baðst enda undan viðtali í dag. Lítil hreyfing sé á hlutunum og samtalið við Eflingu ekkert frá síðasta fundi á miðvikudag. Það er þó ekki þar með sagt að engin vinna sé í gangi. „Við höfum nýtt tímann mjög vel síðustu daga, eins og við gerum jafnan þó svo að það sé ekki verið að funda,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Til að mynda sé verið að skoða „ýmsar útfærslur og tölur" eins og Viðar orðar það, auk þess sem skipulagning baráttunnar haldi áfram Meðan þessi vinna stendur yfir mega íbúar borgarinnar búast við áframhaldandi raski á daglegu lífi. Í fjölda leik- og grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti barna þurfti að sitja heima yfir daginn, og gera stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla ráð fyrir því að taka einnig upp veltukerfi frá og með þriðjudeginum næstkomandi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/frosti Óttist þið ekkert að almenningsálitið fari að snúast gegn ykkur?„Auðvitað byggist upp spenna og óþol hjá fólki út af þessu ástandi, það er alveg klárt mál og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því," segir Viðar. „Hins vegar höfum við fundið það mjög eindregið að það er jarðvegur fyrir því að gera þessa launaleiðréttingu sem við höfum krafist og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sjálfur talað fyrir.“ Sáttasemjari haldi vel á deilunni Samninganefndir geta farið fram á það að boðað verði til fundar í kjaradeilum, telji þær að eitthvað nýtt hafi komið fram sem líklegt er talið að geti leitt deiluna til lykta. Sú staða er þó ekki upp á teningnum nú og segir Viðar að Efling treysti ríkissáttasemjara til að meta hvenær rétt sé að boða til fundar. „Við höfum við er hlynnt því að láta viðræðurnar fara fram undir forræði ríkissáttasemjara, sem að okkar mati er að sinna þessari deilu vel og tekur á henni af mikilli alvöru. Af þeirri ástæðu höfum við talið það ekki viðeigandi að fara í beinar viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Viðar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að ríkissáttasemjari taki á deilunni af festu, jafnvel þótt engin samskipti hafi verið milli samninganefnda síðustu daga og ekki hafi verið boðað til fundar. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkur, baðst enda undan viðtali í dag. Lítil hreyfing sé á hlutunum og samtalið við Eflingu ekkert frá síðasta fundi á miðvikudag. Það er þó ekki þar með sagt að engin vinna sé í gangi. „Við höfum nýtt tímann mjög vel síðustu daga, eins og við gerum jafnan þó svo að það sé ekki verið að funda,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Til að mynda sé verið að skoða „ýmsar útfærslur og tölur" eins og Viðar orðar það, auk þess sem skipulagning baráttunnar haldi áfram Meðan þessi vinna stendur yfir mega íbúar borgarinnar búast við áframhaldandi raski á daglegu lífi. Í fjölda leik- og grunnskóla borgarinnar einkenndist síðasta vika af lokunum og svokölluðu veltukerfi, þar sem hluti barna þurfti að sitja heima yfir daginn, og gera stjórnendur Hamraskóla og Vogaskóla ráð fyrir því að taka einnig upp veltukerfi frá og með þriðjudeginum næstkomandi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.Vísir/frosti Óttist þið ekkert að almenningsálitið fari að snúast gegn ykkur?„Auðvitað byggist upp spenna og óþol hjá fólki út af þessu ástandi, það er alveg klárt mál og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því," segir Viðar. „Hins vegar höfum við fundið það mjög eindregið að það er jarðvegur fyrir því að gera þessa launaleiðréttingu sem við höfum krafist og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur sjálfur talað fyrir.“ Sáttasemjari haldi vel á deilunni Samninganefndir geta farið fram á það að boðað verði til fundar í kjaradeilum, telji þær að eitthvað nýtt hafi komið fram sem líklegt er talið að geti leitt deiluna til lykta. Sú staða er þó ekki upp á teningnum nú og segir Viðar að Efling treysti ríkissáttasemjara til að meta hvenær rétt sé að boða til fundar. „Við höfum við er hlynnt því að láta viðræðurnar fara fram undir forræði ríkissáttasemjara, sem að okkar mati er að sinna þessari deilu vel og tekur á henni af mikilli alvöru. Af þeirri ástæðu höfum við talið það ekki viðeigandi að fara í beinar viðræður við samninganefnd Reykjavíkurborgar án aðkomu ríkissáttasemjara,“ segir Viðar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15 Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Verkföll á verkföll ofan um miðjan mars að óbreyttu Á sjötta hundrað félagsmanna Eflingar greiða atkvæði um vinnustöðvun í næstu viku. 22. febrúar 2020 12:15
Hefur lokað sautján skólastofum og óttast áhrif áframhaldandi óvissu á börnin Verkfall Eflingar er farið að hafa veruleg áhrif á skólastarf í nokkrum skólum borgarinnar. Hópur nemenda í Grandaskóla sat heima í dag þar sem hluta skólans hefur verið lokað þar sem ekki hefur verið hægt að þrífa hann vegna verkfallsins. 21. febrúar 2020 13:00