Um tvö þúsund rúður brotnuðu í gróðurhúsi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 18:45 Reynir Jónsson, segir að tjónið hjá Reykási sé á bilinu 80 til 100 milljónir króna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sérhæfðir gluggaísetningarmenn frá Hollandi eru komnir til landsins til að skipta um tvö þúsund rúður, sem brotnuðu í gróðurhúsi skammt frá Flúðum í óveðrinu 14. febrúar. Öll uppskera eyðilagðist vegna glerbrota, sem fóru yfir plönturnar. Tjónið á gróðurhúsunum er metið á 80 til 100 milljónir króna. Gróðurhúsin hjá gróðrarstöðinni Reykási í Hrunamannahreppi í Miðfellshverfinu skammt frá Flúðum eru eins og gatasigti því um tvö þúsund rúður brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið 14. febrúar. Í gróðurhúsunum, sem eru um 5.500 fermetrar, hafa verið ræktaðar gúrkur, tómatar og salat en öll uppskeran eyðilagðist. Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir eru garðyrkjubændur staðarins með níu starfsmenn í vinnu. Reynir var á staðnum þegar veðrið gekk yfir. „Það var eiginlega allt snarvitlaust, glerbrot og óþverri fljúgandi út um allt. Ég var inni á skrifstofunni og beið þetta af mér því að það var ekkert hægt að fara inn í húsin út af glerhruni,“ segir Reynir. Gróðurhúsin eru eins og gatasigti enda rúður brotnar út um allt eftir óðverið 14. febrúar 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk vinnur nú í því að hreinsa plönturnar út úr gróðurhúsunum og týna upp glerbrotin sem eru út um allt. Þá eru sérhæfðir gluggaísetningamenn fyrir gróðurhús mættir frá Hollandi til að setja nýjar rúður í húsin fyrir þær sem brotnuðu. „Þetta mun taka svolítinn tíma. Mér sýnist að þetta gæti farið upp í mánuð að klára allt, alla glerjun, þó það gangi vel þá er þetta bara það mikið sem eftir er, þeir eru kannski búnir með einn fimmta núna á fjórum dögum og ég held að það gæti farið fast í mánuð sem þetta tekur.“ Öll uppskera í húsunum eyðilagðist enda glerbrot út um allt. Nokkra mánuði tekur að ná henni upp aftur. Sólveig við hreinsunarstörf inn í gróðurhúsi, þar er margna vikna verk framundan að hreinsa öll glerbrotin og við að henda plöntunum út úr húsunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er tjónið mikið í peningum talið? „Ég er hræddur um að þetta geti verið einhverjar 80 til 100 milljónir króna. Mér sýnist það eins og staðan er í dag, það er mikið af ræktunarbúnaði ónýtur og glertjónið er miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég á að vera tryggður fyrir þessu að mestu leyti en það lendir alltaf eitthvað á manni sjálfum.“ segir Reynir. Garðyrkja Hrunamannahreppur Landbúnaður Óveður 14. febrúar 2020 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Sérhæfðir gluggaísetningarmenn frá Hollandi eru komnir til landsins til að skipta um tvö þúsund rúður, sem brotnuðu í gróðurhúsi skammt frá Flúðum í óveðrinu 14. febrúar. Öll uppskera eyðilagðist vegna glerbrota, sem fóru yfir plönturnar. Tjónið á gróðurhúsunum er metið á 80 til 100 milljónir króna. Gróðurhúsin hjá gróðrarstöðinni Reykási í Hrunamannahreppi í Miðfellshverfinu skammt frá Flúðum eru eins og gatasigti því um tvö þúsund rúður brotnuðu í ofsaveðrinu sem gekk yfir svæðið 14. febrúar. Í gróðurhúsunum, sem eru um 5.500 fermetrar, hafa verið ræktaðar gúrkur, tómatar og salat en öll uppskeran eyðilagðist. Reynir Jónsson og Sólveig Sigfúsdóttir eru garðyrkjubændur staðarins með níu starfsmenn í vinnu. Reynir var á staðnum þegar veðrið gekk yfir. „Það var eiginlega allt snarvitlaust, glerbrot og óþverri fljúgandi út um allt. Ég var inni á skrifstofunni og beið þetta af mér því að það var ekkert hægt að fara inn í húsin út af glerhruni,“ segir Reynir. Gróðurhúsin eru eins og gatasigti enda rúður brotnar út um allt eftir óðverið 14. febrúar 2020.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk vinnur nú í því að hreinsa plönturnar út úr gróðurhúsunum og týna upp glerbrotin sem eru út um allt. Þá eru sérhæfðir gluggaísetningamenn fyrir gróðurhús mættir frá Hollandi til að setja nýjar rúður í húsin fyrir þær sem brotnuðu. „Þetta mun taka svolítinn tíma. Mér sýnist að þetta gæti farið upp í mánuð að klára allt, alla glerjun, þó það gangi vel þá er þetta bara það mikið sem eftir er, þeir eru kannski búnir með einn fimmta núna á fjórum dögum og ég held að það gæti farið fast í mánuð sem þetta tekur.“ Öll uppskera í húsunum eyðilagðist enda glerbrot út um allt. Nokkra mánuði tekur að ná henni upp aftur. Sólveig við hreinsunarstörf inn í gróðurhúsi, þar er margna vikna verk framundan að hreinsa öll glerbrotin og við að henda plöntunum út úr húsunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað er tjónið mikið í peningum talið? „Ég er hræddur um að þetta geti verið einhverjar 80 til 100 milljónir króna. Mér sýnist það eins og staðan er í dag, það er mikið af ræktunarbúnaði ónýtur og glertjónið er miklu meira en ég gerði mér grein fyrir. Ég á að vera tryggður fyrir þessu að mestu leyti en það lendir alltaf eitthvað á manni sjálfum.“ segir Reynir.
Garðyrkja Hrunamannahreppur Landbúnaður Óveður 14. febrúar 2020 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira