Hefði frekar búist við því að það yrði ófært í Keflavík en á Tenerife Sylvía Hall skrifar 23. febrúar 2020 16:50 Ólafur segir varla nokkurn mann vera á ferli, enda sé veður enn frekar slæmt. Félag atvinnurekenda/Ólafur Stephensen „Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“ Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
„Við sáum í veðurspá seinni partinn í gær að því var spáð að hér myndi rjúka upp með þessum stormi og sundlaugarvörðurinn hér á hótelinu var að sýna okkur myndband frá öðrum Kanaríeyjum þar sem sandstormurinn var greinilega byrjaður að láta til sín taka. Menn voru samt furðu rólegir hér í undirbúningi fyrir þetta veður.“ Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu en hann er einn þeirra sem er staddur á Tenerife þar sem sandstormur ríður nú yfir. Hann segir spár hafa gert ráð fyrir storminum en ekkert útlit fyrir að menn væru farnir að búa sig undir hann á hótelinu í gær. „Svo vöknum við í nótt við það að veðrið gekk upp og hér voru fljúgandi sólhlífar og garðhúsgögn og hurðir að brotna og fleira slíkt.“ Hann segir fáa á ferli, enda sé lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Það sé enn þá hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því sé best að halda sig innandyra. „Við höldum okkur inni á hóteli og horfum á Netflix og lesum bækur og slökum á.“ Flugi Ólafs í dag var aflýst en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. Þó séu margir í þeirri stöðu að vita lítið um framhaldið og margir sem hafa engin svör fengið frá flugfélaginu Norwegian. Aðspurður segist ekki hafa búist við því að verða veðurtepptur á Kanaríeyjum þegar í ferðina var haldið. „Maður hefði jafnvel gert ráð fyrir því að það væri ófært á hinum endanum og ekki hægt að lenda í Keflavík, en þessu bjóst maður ekki við.“
Íslendingar erlendis Spánn Veður Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira