Mun ekki þvo treyjuna eftir að hafa faðmað Messi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2020 22:30 Martin Braithwaite gleymir seint þessu faðmlagi. vísir/getty Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. Braithwaite kom inn á sem varamaður í 5-0 sigri Barcelona gegn Eibar í dag og lagði fljótlega upp fjórða markið sem Lionel Messi skoraði í leiknum. Hann átti einnig skot sem var varið í aðdraganda þess að Arthur skoraði síðasta mark leiksins. „Þarna var draumur að rætast. Ég er svo ánægður með alla nýju stuðningsmennina mína. Ég reyndi bara að gera mitt allra besta,“ sagði Braithwaite glaðbeittur eftir leik. Hann svaraði skemmtilega þegar hann var spurður út í Messi, sem skoraði fernu í leiknum og þar af þrjú mörk strax í fyrri hálfleik. „Hann óskaði mér til hamingju. Maður sér strax að hann er frábær náungi og hann vill að manni líði vel. Hann leitaði að mér með nokkrar sendingar eftir að ég kom inn á. Ég mun ekki þvo fötin mín eftir að hafa faðmað hann. Hann óskaði mér til hamingju og þetta var besta snerting í heimi. Mér líður frábærlega og er afar ánægður með fyrstu dagana á Camp Nou. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 15 dögum að ég myndi ganga í raðir Barcelona þá verð ég að viðurkenna að það hefði verið óvænt,“ sagði Braithwaite. Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. Braithwaite kom inn á sem varamaður í 5-0 sigri Barcelona gegn Eibar í dag og lagði fljótlega upp fjórða markið sem Lionel Messi skoraði í leiknum. Hann átti einnig skot sem var varið í aðdraganda þess að Arthur skoraði síðasta mark leiksins. „Þarna var draumur að rætast. Ég er svo ánægður með alla nýju stuðningsmennina mína. Ég reyndi bara að gera mitt allra besta,“ sagði Braithwaite glaðbeittur eftir leik. Hann svaraði skemmtilega þegar hann var spurður út í Messi, sem skoraði fernu í leiknum og þar af þrjú mörk strax í fyrri hálfleik. „Hann óskaði mér til hamingju. Maður sér strax að hann er frábær náungi og hann vill að manni líði vel. Hann leitaði að mér með nokkrar sendingar eftir að ég kom inn á. Ég mun ekki þvo fötin mín eftir að hafa faðmað hann. Hann óskaði mér til hamingju og þetta var besta snerting í heimi. Mér líður frábærlega og er afar ánægður með fyrstu dagana á Camp Nou. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 15 dögum að ég myndi ganga í raðir Barcelona þá verð ég að viðurkenna að það hefði verið óvænt,“ sagði Braithwaite.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Sjá meira
Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30
Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30