Áslaug er fyrst daufblindra Íslendinga til að ljúka háskólanámi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 21:15 Áslaug Ýr Hjartardóttir er ánægð með þá þjónustu sem hún fékk í Háskóla Íslands. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi á Íslandi útskrifaðist í dag með BS gráðu í viðskiptafræði. Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. Um 400 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag. Þar á meðal hin 23 ára Áslaug Ýr Hjartardóttir sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur en hún er fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi hér á landi. Daufblindur er einstaklingur sem er mjög skertur á sjón og heyrn. Áslaug segist virkilega ánægð með þá þjónustu sem hún fékk hjá háskólanum en skólinn útvegaði henni meðal annars túlk í tímum auk dæmatímakennara þegar þörf var á frekari aðstoð. Móðir Áslaugar segir að í tilviki dóttur hennar hafi skólinn uppfyllt að fullu ákvæði í samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er snýr að menntun. „Ég er mjög þakklát fyrir allt starfsfólkið í háskólanum og þjónustuna sem ég fékk,“ segir Áslaug Ýr, viðskiptafræðingur. Áslaug ætlar ekki að láta viðskiptafræðigráðuna duga en hún er á leið í frekara háskólanám. „Ég er að byrja í bókmenntafræði. Áður en ég byrjaði í háskólanum ákvað ég að fara í viðskiptafræði, svo bókmenntafræði og svo ákveða hvað ég ætla að gera í lífinu,“ segir Áslaug.Ert þú búin að ákveða hvað þú ætlar að gera? „Kannski vera bókaútgefandi eða rithöfundur. Kannski enda ég á markaðsskrifstofu,“ segir Áslaug. Hún segir félagslífið það skemmtilegasta við háskólann, en Áslaug tók virkan þátt í nemendafélaginu auk þess sem hún bauð sig fram til Stúdentaráðs. Hún segir daginn í dag gleðidag. „Ég ætla að útskrifast úr viðskiptafræði svo ætla ég að eyða deginum með fjölskyldunni og fagna áfanganum.“ Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi á Íslandi útskrifaðist í dag með BS gráðu í viðskiptafræði. Draumurinn er að starfa sem bókaútgefandi eða rithöfundur en áður en haldið er út á vinnumarkaðinn ætlar hún í frekara háskólanám. Um 400 kandídatar brautskráðust frá Háskóla Íslands í dag. Þar á meðal hin 23 ára Áslaug Ýr Hjartardóttir sem útskrifaðist sem viðskiptafræðingur en hún er fyrsti daufblindi einstaklingurinn til að ljúka háskólanámi hér á landi. Daufblindur er einstaklingur sem er mjög skertur á sjón og heyrn. Áslaug segist virkilega ánægð með þá þjónustu sem hún fékk hjá háskólanum en skólinn útvegaði henni meðal annars túlk í tímum auk dæmatímakennara þegar þörf var á frekari aðstoð. Móðir Áslaugar segir að í tilviki dóttur hennar hafi skólinn uppfyllt að fullu ákvæði í samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er snýr að menntun. „Ég er mjög þakklát fyrir allt starfsfólkið í háskólanum og þjónustuna sem ég fékk,“ segir Áslaug Ýr, viðskiptafræðingur. Áslaug ætlar ekki að láta viðskiptafræðigráðuna duga en hún er á leið í frekara háskólanám. „Ég er að byrja í bókmenntafræði. Áður en ég byrjaði í háskólanum ákvað ég að fara í viðskiptafræði, svo bókmenntafræði og svo ákveða hvað ég ætla að gera í lífinu,“ segir Áslaug.Ert þú búin að ákveða hvað þú ætlar að gera? „Kannski vera bókaútgefandi eða rithöfundur. Kannski enda ég á markaðsskrifstofu,“ segir Áslaug. Hún segir félagslífið það skemmtilegasta við háskólann, en Áslaug tók virkan þátt í nemendafélaginu auk þess sem hún bauð sig fram til Stúdentaráðs. Hún segir daginn í dag gleðidag. „Ég ætla að útskrifast úr viðskiptafræði svo ætla ég að eyða deginum með fjölskyldunni og fagna áfanganum.“
Jafnréttismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira