Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2020 07:57 Fimmtán manns hafa greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. AP Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. Reuters greinir frá því að fimmtán manns hafi greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. Fimm hinna smituðu starfa innan heilbrigðisgeirans. Í yfirlýsingu frá ítölskum heilbrigðisvöldum sem send var út í gærkvöldi kom fram að fyrsta staðfesta dauðsfallið í landinu sem rekja mætti til veirunnar hafi komið upp í gær. Var um að ræða 78 ára gamlan mann í borginni Padova sem er að finna í Veneto-héraði. Ekki hefur fengist staðfest hvort að allir hinir smituðu tengist á einhvern hátt, en þó er vitað til þess að einhver þeirra þekkjast. Enginn heimsótt Kína Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður. Veiran greindist fyrst í Hubei-héraði í Kína og þar eru jafnframt langflestir þeirra sem smitast hafa af veirunni. Áður hafa þrjú tilfelli COVID19-veiru greinst á Ítalíu, en þá var um að ræða kínverska ferðamenn sem heimsóttu Róm og svo ítölsk kona sem hafði verið í borginni Wuhan í Hubei. 2.236 látnir Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu, þar með talið í bænum Codogno þar sem fyrsta tilfellið kom upp. Alls hafa 75.400 manns greinst með veiruna í Kína og hafa 2.236 látið þar lífið, langflestir í Hubei-héraði. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. Reuters greinir frá því að fimmtán manns hafi greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. Fimm hinna smituðu starfa innan heilbrigðisgeirans. Í yfirlýsingu frá ítölskum heilbrigðisvöldum sem send var út í gærkvöldi kom fram að fyrsta staðfesta dauðsfallið í landinu sem rekja mætti til veirunnar hafi komið upp í gær. Var um að ræða 78 ára gamlan mann í borginni Padova sem er að finna í Veneto-héraði. Ekki hefur fengist staðfest hvort að allir hinir smituðu tengist á einhvern hátt, en þó er vitað til þess að einhver þeirra þekkjast. Enginn heimsótt Kína Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður. Veiran greindist fyrst í Hubei-héraði í Kína og þar eru jafnframt langflestir þeirra sem smitast hafa af veirunni. Áður hafa þrjú tilfelli COVID19-veiru greinst á Ítalíu, en þá var um að ræða kínverska ferðamenn sem heimsóttu Róm og svo ítölsk kona sem hafði verið í borginni Wuhan í Hubei. 2.236 látnir Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu, þar með talið í bænum Codogno þar sem fyrsta tilfellið kom upp. Alls hafa 75.400 manns greinst með veiruna í Kína og hafa 2.236 látið þar lífið, langflestir í Hubei-héraði.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52