Fótbolti

Sara bíður áfram á hliðarlínunni

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir mun yfirgefa Wolfsburg í sumar.
Sara Björk Gunnarsdóttir mun yfirgefa Wolfsburg í sumar. vísir/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur átt við meiðsli að stríða og ekki getað spilað með Wolfsburg eftir að keppni í Þýskalandi hófst að nýju eftir áramót.

Sara missti af 5-1 sigri liðsins á Potsdam í dag þar sem hin pólska Ewa Pajor skoraði tvö mörk. Áður hafði Sara misst af 5-2 sigri gegn Hoffenheim fyrir viku þegar leiktíðin hófst aftur eftir jólafrí. Wolfsburg stendur afar vel að vígi og er með 43 stig á toppi þýsku 1. deildarinnar, níu stigum á undan Hoffenheim og Bayern München sem eiga þó leik til góða.

Á heimasíðu Wolfsburg segir að Sara glími við meiðsli í hné en hún birti mynd af sér af æfingu Wolfsburg í vikunni og er vonandi á góðum batavegi.

 
 
 
View this post on Instagram

Step by step

A post shared by Sara Björk Gunnarsdóttir (@sarabjork90) on Feb 19, 2020 at 11:32am PST


Tengdar fréttir

Sara meidd og missti af toppslagnum

Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarri góðu gamni þegar lið hennar Wolfsburg vann 5-2 útisigur á Hoffenheim í leik efstu liðanna í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×