Þriðji drengurinn sem bjargað var úr höfninni á leið í endurhæfingu á Grensásdeild Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 13:45 Mikið fjölmenni kom saman í Hafnarfjarðarkirkju kvöldið eftir slysið til að sýna drengjunum og fjölskyldum þeirra samhug. Vísir/Sigurjón Drengur sem bjargað var úr bíl sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn í janúar er á leið af Barnaspítala Hringsins þaðan sem hann heldur í endurhæfingu á Grensásdeild. Deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum segir fjölskylduna finna fyrir stuðningi í samfélaginu. Batinn sé hægur en góður. Það var föstudagskvöldið 17. janúar sem bíll fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði. Þrír táningar voru í bílnum. Einn komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum en hinum tveimur var bjargað af köfurum sem kallaðir voru á vettvang. Sá sem komst sjálfur út úr bílnum var í sólarhring á Landspítalanum áður en hann var útskrifaður. Hinir voru lagðir inn á gjörgæsludeild og í framhaldinu fluttir á Barnaspítala Hringsins. Frá vettvangi í Hafnarfjarðarhöfn þann 17. janúar.Óskar Páll Elfarsson Tvær vikur er síðan annar drengurinn fór heim af Barnaspítalanum. Hinn drengurinn er á leiðinni af barnaspítalanum á endurhæfingu á Grensásdeild Landspítalans. Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, segir um gleðileg tíðindi að ræða. „Það er alltaf stór áfangi,“ segir Rósa. Drengurinn hafi verið í endurhæfingu á Landspítalanum og nú taki hann skrefið yfir á Grensásdeild hjá „öllu því fagfólki“ sem þar starfar. Rósa lýsir framförum drengsins sem mjög hægum en góðum. „Við vitum að góðir hlutir gerast hægt.“ Hún segir fjölskyldu drengsins finna fyrir miklum stuðningi og hlýhug úr samfélaginu sem sé mjög mikilvægt. „Við erum full bjartsýni.“ Hafnarfjörður Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35 Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Drengur sem bjargað var úr bíl sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn í janúar er á leið af Barnaspítala Hringsins þaðan sem hann heldur í endurhæfingu á Grensásdeild. Deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum segir fjölskylduna finna fyrir stuðningi í samfélaginu. Batinn sé hægur en góður. Það var föstudagskvöldið 17. janúar sem bíll fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði. Þrír táningar voru í bílnum. Einn komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum en hinum tveimur var bjargað af köfurum sem kallaðir voru á vettvang. Sá sem komst sjálfur út úr bílnum var í sólarhring á Landspítalanum áður en hann var útskrifaður. Hinir voru lagðir inn á gjörgæsludeild og í framhaldinu fluttir á Barnaspítala Hringsins. Frá vettvangi í Hafnarfjarðarhöfn þann 17. janúar.Óskar Páll Elfarsson Tvær vikur er síðan annar drengurinn fór heim af Barnaspítalanum. Hinn drengurinn er á leiðinni af barnaspítalanum á endurhæfingu á Grensásdeild Landspítalans. Rósa Kristjánsdóttir, deildarstjóri sálgæslu djákna og presta á Landspítalanum, segir um gleðileg tíðindi að ræða. „Það er alltaf stór áfangi,“ segir Rósa. Drengurinn hafi verið í endurhæfingu á Landspítalanum og nú taki hann skrefið yfir á Grensásdeild hjá „öllu því fagfólki“ sem þar starfar. Rósa lýsir framförum drengsins sem mjög hægum en góðum. „Við vitum að góðir hlutir gerast hægt.“ Hún segir fjölskyldu drengsins finna fyrir miklum stuðningi og hlýhug úr samfélaginu sem sé mjög mikilvægt. „Við erum full bjartsýni.“
Hafnarfjörður Piltum bjargað úr Hafnarfjarðarhöfn Tengdar fréttir Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35 Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Annar drengjanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn kominn heim Þrír voru í bílnum sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar. 7. febrúar 2020 17:35
Annar piltanna sem bjargað var úr Hafnarfjarðarhöfn fluttur af gjörgæslu Þrír voru í jepplingi sem fór fram af Óseyrarbryggju í Hafnarfirði föstudagskvöldið 17. janúar síðastliðinn. 25. janúar 2020 10:18
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði Bíll fór í höfnina í Hafnarfirði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 17. janúar 2020 21:31