Dana White, forseti UFC, var nokkuð óvænt mættur á kosningabaráttufund Donald Trump í Colorado í nótt þar sem hann mærði vin sinn í bak og fyrir.
„Við höfum þekkst í 20 ár og höfum orðið nánari eftir að hann varð forseti. Ég átti ekki von á að heyra frá honum aftur eftir að hann varð forseti og hefði fundist það eðlilegt,“ sagði White í ræðu sinni.
„Trump er frábær vinur og frábær maður. Hann er baráttumaður sem elskar landið sitt og við verðum að vinna þessar kosningar.“
Trump hefur sýnt vináttu sína í verki með því að mæta á UFC-kvöld í New York í nóvember á síðasta ári.
.@danawhite from the @ufc at the Trump rally... pic.twitter.com/lDTjDPmA50
— M3thods (@M2Madness) February 21, 2020