Rannsaka helsta keppinaut Netanjahú rétt fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2020 20:15 Ekki liggur fyrir hvort að Benny Gantz liggi sjálfur undir grun í málinu sem saksóknarar rannsaka nú. AP/Sebastian Scheiner Saksóknarar í Ísrael tilkynntu í dag að þeir ætluðu að hefja sakamálarannsókn á sprotafyrirtæki sem Benny Gantz, helsti keppinautur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra, stofnaði. Þeir vilja ekki segja hvort að Gantz sé sjálfur til rannsóknar. Innan við tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í landinu en Netanjahú stendur sjálfur frammi fyrir réttarhöldum vegna spillingarmáls. Blái og hvíti flokkur Gantz hefur stillt sér upp sem heiðarlegum flokki gegn spillingu Netanjahú og flokks hans. Tilkynning saksóknaranna þykir líkleg til að hrista upp í kosningabaráttunni sem hefur verið heiftúðug, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið varðar Fimmtu víddina, tölvuöryggisfyrirtæki sem Gantz stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ísraelska hernum. Fjármálastjóri ríkisstjórnarinnar telur að lögreglan gæti hafa brotið lög um opinber innkaup þegar hún veitti fyrirtækinu milljóna dollara samning án útboðs. Fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Gantz hefur ekki tjáð sig um tilkynningu saksóknaranna en sagði fyrr í dag að hann hefði enga glæpi framið. Gaf hann í skyn að möguleg rannsókn á honum væri tilkomin vegna pólitísks þrýstings. Kosningarnar sem fara fram 2. mars eru þær þriðju á innan við ári þar sem enginn flokkur hefur fengið afgerandi umboð til myndunar ríkisstjórnar. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin að þessu sinni verði keimlík og að litlu muni á flokkum Gantz og Netanjahú. Réttarhöld yfir Netanjahú eiga að hefjast í næsta mánuði. Hann er sakaður um mútuþægni, trúnaðarbrot og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök og sakað dómskerfið, lögreglan og fjölmiðla um að vinna gegn sér. Óljóst er hvort að málið sem tengist Gantz eigi eftir að hafa áhrif á kjósendur. Lítil hreyfing hefur orðið á stuðningi við flokkana þrátt fyrir stór mál eins og spillingarmál forsætisráðherrans og friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu sem Bandaríkjastjórn lagði fram á dögunum. Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58 Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30 Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45 Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39 Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Saksóknarar í Ísrael tilkynntu í dag að þeir ætluðu að hefja sakamálarannsókn á sprotafyrirtæki sem Benny Gantz, helsti keppinautur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra, stofnaði. Þeir vilja ekki segja hvort að Gantz sé sjálfur til rannsóknar. Innan við tvær vikur eru þar til þingkosningar fara fram í landinu en Netanjahú stendur sjálfur frammi fyrir réttarhöldum vegna spillingarmáls. Blái og hvíti flokkur Gantz hefur stillt sér upp sem heiðarlegum flokki gegn spillingu Netanjahú og flokks hans. Tilkynning saksóknaranna þykir líkleg til að hrista upp í kosningabaráttunni sem hefur verið heiftúðug, að sögn AP-fréttastofunnar. Málið varðar Fimmtu víddina, tölvuöryggisfyrirtæki sem Gantz stofnaði eftir að hann lét af störfum hjá ísraelska hernum. Fjármálastjóri ríkisstjórnarinnar telur að lögreglan gæti hafa brotið lög um opinber innkaup þegar hún veitti fyrirtækinu milljóna dollara samning án útboðs. Fyrirtækið varð síðar gjaldþrota. Gantz hefur ekki tjáð sig um tilkynningu saksóknaranna en sagði fyrr í dag að hann hefði enga glæpi framið. Gaf hann í skyn að möguleg rannsókn á honum væri tilkomin vegna pólitísks þrýstings. Kosningarnar sem fara fram 2. mars eru þær þriðju á innan við ári þar sem enginn flokkur hefur fengið afgerandi umboð til myndunar ríkisstjórnar. Skoðanakannanir benda til þess að úrslitin að þessu sinni verði keimlík og að litlu muni á flokkum Gantz og Netanjahú. Réttarhöld yfir Netanjahú eiga að hefjast í næsta mánuði. Hann er sakaður um mútuþægni, trúnaðarbrot og fjársvik. Hann hefur neitað allri sök og sakað dómskerfið, lögreglan og fjölmiðla um að vinna gegn sér. Óljóst er hvort að málið sem tengist Gantz eigi eftir að hafa áhrif á kjósendur. Lítil hreyfing hefur orðið á stuðningi við flokkana þrátt fyrir stór mál eins og spillingarmál forsætisráðherrans og friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu sem Bandaríkjastjórn lagði fram á dögunum.
Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58 Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30 Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45 Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39 Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Netanjahú samþykkir að boða til formannskosninga innan Líkúd Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og leiðtogi Líkud-flokksins, samþykkti í gær kröfu andstæðinga sinna innan flokksins og hefur boðað til formannskjörs innan sex vikna. 24. nóvember 2019 22:58
Þúsundir söfnuðust saman og lýstu yfir stuðningi við Netanjahú Staða Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael og formanns Líkúdflokksins, hefur oft verið betri en um þessar mundir. 26. nóvember 2019 21:30
Verða þriðju kosningarnar á innan við ári Frestur ísraleskra þingmanna til að mynda nýja stjórn eftir kosningarnar í september rann út í gær. 12. desember 2019 07:45
Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni. 18. febrúar 2020 14:39
Gantz tókst ekki að mynda nýja stjórn í Ísrael Góðar líkur eru nú á því að boða þurfi til enn einna þingkosninganna í Ísrael, þeim þriðju síðan í apríl síðastliðinn. 21. nóvember 2019 06:49