Samanlagt tjón RARIK og Landsnets tæpar 800 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 15:15 Fjöldi rafmagnsstaura brotnaði á Norðurlandi í óveðrinu sem þar gekk yfir í desember. vísir/egill Tjón RARIK vegna annars vegar óveðursins í desember og hins vegar óveðursins síðastliðinn föstudag nemur samtals um 300 milljónum króna. Tjón Landsnets vegna óveðursins í desember hleypur á 350 til 400 milljónum króna en tjón fyrirtækisins vegna lægðagangs og storma í janúar og febrúar nemur alls um 80 milljónum króna. Samanlagt tjón fyrirtækjanna nemur því um 780 milljónum króna. Á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ræddu þeir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, það tjón sem fyrirtækin hafa orðið fyrir í lægðum vetrarins. Eins og flestum er eflaust í fersku minni gekk mikið óveður yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn sem olli miklu tjóni á raforkukerfinu. Fjöldi heimila og fyrirtækja voru þannig rafmagnslaus dögum saman. Tjón fyrirtækjanna vegna veðursins í desember er töluvert. „Hjá Landsneti erum við búin að skjóta á það. Viðgerðarkostnaður og með díselvélakeyrslu þá er það svona á bilinu 350 til 400 milljónir,“ sagði Nils. „Hjá okkur voru þetta svona um 200 milljónir. En að hluta til erum við að fresta því að fara í viðgerðir og erum að flýta fjárfestingum á þessu ári. Það var ákveðið að flýta fjárfestingum á Norðurlandi um 230 milljónir og taka þá stóran hluta af því sem fór verst í desember í jarðstrengi. Það er reyndar búið að leggja eitthvað, við munum halda áfram að leggja eftir því sem hægt er í vetur og síðan í sumar,“ sagði Tryggvi. Heildartjón RARIK og Landsnets vegna óveðursins í desember er því um 600 milljónir króna. Í óveðrinu sem varð síðan síðastliðinn föstudag var tjón RARIK tæplega 100 milljónir króna að því er Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, greindi frá í samtali við RÚV. Alls urðu 5.600 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus en um 100 rafmagnsstaurar brotnuðu í storminum. Til samanburðar brotnuðu 140 staurar RARIK í óveðrinu í desember. Vísir sendi fyrirspurn til Landsnets og spurði út í tjón fyrirtækisins vegna óveðursins síðastliðinn föstudag. Í svari frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, kemur fram að búið sé að taka kostnaðinn vegna viðgerða á flutningsvirkjum gróflega saman fyrir bæði janúar og febrúar. Kostnaðurinn í janúar var 30 milljónir króna og nú í febrúar er hann kominn upp í 50 milljónir króna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Tjón RARIK vegna annars vegar óveðursins í desember og hins vegar óveðursins síðastliðinn föstudag nemur samtals um 300 milljónum króna. Tjón Landsnets vegna óveðursins í desember hleypur á 350 til 400 milljónum króna en tjón fyrirtækisins vegna lægðagangs og storma í janúar og febrúar nemur alls um 80 milljónum króna. Samanlagt tjón fyrirtækjanna nemur því um 780 milljónum króna. Á Sprengisandi á Bylgjunni um helgina ræddu þeir Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Landsnets, og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, það tjón sem fyrirtækin hafa orðið fyrir í lægðum vetrarins. Eins og flestum er eflaust í fersku minni gekk mikið óveður yfir landið 10. og 11. desember síðastliðinn sem olli miklu tjóni á raforkukerfinu. Fjöldi heimila og fyrirtækja voru þannig rafmagnslaus dögum saman. Tjón fyrirtækjanna vegna veðursins í desember er töluvert. „Hjá Landsneti erum við búin að skjóta á það. Viðgerðarkostnaður og með díselvélakeyrslu þá er það svona á bilinu 350 til 400 milljónir,“ sagði Nils. „Hjá okkur voru þetta svona um 200 milljónir. En að hluta til erum við að fresta því að fara í viðgerðir og erum að flýta fjárfestingum á þessu ári. Það var ákveðið að flýta fjárfestingum á Norðurlandi um 230 milljónir og taka þá stóran hluta af því sem fór verst í desember í jarðstrengi. Það er reyndar búið að leggja eitthvað, við munum halda áfram að leggja eftir því sem hægt er í vetur og síðan í sumar,“ sagði Tryggvi. Heildartjón RARIK og Landsnets vegna óveðursins í desember er því um 600 milljónir króna. Í óveðrinu sem varð síðan síðastliðinn föstudag var tjón RARIK tæplega 100 milljónir króna að því er Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá RARIK, greindi frá í samtali við RÚV. Alls urðu 5.600 heimili og fyrirtæki rafmagnslaus en um 100 rafmagnsstaurar brotnuðu í storminum. Til samanburðar brotnuðu 140 staurar RARIK í óveðrinu í desember. Vísir sendi fyrirspurn til Landsnets og spurði út í tjón fyrirtækisins vegna óveðursins síðastliðinn föstudag. Í svari frá Steinunni Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, kemur fram að búið sé að taka kostnaðinn vegna viðgerða á flutningsvirkjum gróflega saman fyrir bæði janúar og febrúar. Kostnaðurinn í janúar var 30 milljónir króna og nú í febrúar er hann kominn upp í 50 milljónir króna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira