Tvær síðustu landsliðsferðir afdrifaríkar fyrir Kolbein Sigþórsson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:15 Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Jean Catuffe/ Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki. EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson hefur lítið getað æft með sænska liðinu AIK á þessu undirbúningstímabili og þar er tveimur landsliðsferðum um að kenna. Rikard Norling, knattspyrnustjóri AIK, sagði frá stöðunni á Kolbeini í viðtali viðFotbollskanalen en það er ljóst að Kolbeinn er orðinn tæpur að koma sér í alvöru form fyrir næsta landsliðsverkefni sem eru umspilsleikir í mars. „Kolbeinn er ekki að æfa á fullu með liðinu og kemur því ekki til greina í bikarleikinn,“ sagði Rikard Norling um næsta verkefni liðsins. Kolbeinn hefur verið einstaklega óheppinn á sínum ferli og tvær síðustu landsliðsferðir hafa verið afdrifaríkar fyrir hann. Kolbeinn meiddist fyrst á ökkla í leik á móti Moldóvu í undankeppni EM 2020 en hann varð þá að fara af velli í fyrri hálfleik. Þegar Kolbeinn var að fara á stað á ný þá var hann aftur kallaður til móts við íslenska landsliðið sem fór í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem spilaðir voru tveir leikir. Kolbeinn spilaði síðustu sextán mínúturnar í seinni leiknum á móti El Salvador en veiktist úti og kom veikur aftur til Svíþjóðar. Af þeim sökum hefur Kolbeinn ekkert náð að spila með liði AIK á þessu undirbúningstímabili. „Nei, hann hefur ekkert spilað með liðinu og varla getað æft með okkur. Þetta hefur verið rykkjótt undirbúningstímabil fyrir hann,“ sagði Rikard Norling. Kolbeinn skoraði 3 mörk í 17 deildarleikjum á sínu fyrsta tímabilið með AIK í fyrra sumar. Hann kom sér þá aftur á stað eftir að hafa misst úr tvö heil ár vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er nú markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi ásamt Eiði Smára Guðjohnsen en þeir hafa báðir skorað 26 mörk fyrir íslenska A-landsliðið. Kolbeinn eignast því einn metið með næsta marki.
EM 2020 í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira