Arion banki krefur birgja um aðgerðir í loftslagsmálum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 11:45 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Arion banki Bankastjóri Arion banka segir það stefnu bankans að krefja birgja um að taka mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þetta kemur fram í ávarpi Benedikts Gíslasonar bankastjóra í ársskýrslu bankans. Félög sem bankinn er með í söluferli hafi haft neikvæð á áhrif á afkomu ársins sem var 1,1 milljarður. Unnið verði að því á árinu að leiða söluferli félaganna til lykta. Á árinu 2020 ætlar bankinn, að sögn Benedikts, að meta lánasafn bankans út frá grænum viðmiðum og setja bankanum markmið í þeim efnum. „Við munum í auknum mæli beina sjónum okkar að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu. Að auki munum við í mati á okkar birgjum gera þá kröfu til þeirra að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi,“ segir Benedikt. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er engin ein einföld lausn á loftlagsvánni. Það er hins vegar ljóst að ráðast þarf í miklar fjárfestingar í grænni innviðauppbyggingu og slíkar fjárfestingar eins og aðrar verða að skila þeim sem leggja til fjármagnið ásættanlegum arði,“ segir Benedikt. Samvinna stjórnvalda, fyrirtækja, háskóla, frumkvöðla og fjármálafyrirtækja um heim allan sé sá grundvöllur sem byggja þurfi á. „Á árinu undirgekkst bankinn meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi ásamt um 130 öðrum bönkum frá ýmsum löndum. Meginreglurnar fela í sér ríka áherslu á loftslagsmál og grundvallast á virku samstarfi banka sem við bindum miklar vonir við.“ Íslenskir bankar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. 16. janúar 2020 09:00 Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Fylgitungl Arion banka til vandræða Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. 24. janúar 2020 14:30 Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna. 12. febrúar 2020 20:24 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir það stefnu bankans að krefja birgja um að taka mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi. Þetta kemur fram í ávarpi Benedikts Gíslasonar bankastjóra í ársskýrslu bankans. Félög sem bankinn er með í söluferli hafi haft neikvæð á áhrif á afkomu ársins sem var 1,1 milljarður. Unnið verði að því á árinu að leiða söluferli félaganna til lykta. Á árinu 2020 ætlar bankinn, að sögn Benedikts, að meta lánasafn bankans út frá grænum viðmiðum og setja bankanum markmið í þeim efnum. „Við munum í auknum mæli beina sjónum okkar að fjármögnun verkefna sem snúa að sjálfbærri þróun og grænni innviðauppbyggingu. Að auki munum við í mati á okkar birgjum gera þá kröfu til þeirra að þeir taki mið af umhverfis- og loftslagsáhrifum í sinni starfsemi,“ segir Benedikt. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er engin ein einföld lausn á loftlagsvánni. Það er hins vegar ljóst að ráðast þarf í miklar fjárfestingar í grænni innviðauppbyggingu og slíkar fjárfestingar eins og aðrar verða að skila þeim sem leggja til fjármagnið ásættanlegum arði,“ segir Benedikt. Samvinna stjórnvalda, fyrirtækja, háskóla, frumkvöðla og fjármálafyrirtækja um heim allan sé sá grundvöllur sem byggja þurfi á. „Á árinu undirgekkst bankinn meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi ásamt um 130 öðrum bönkum frá ýmsum löndum. Meginreglurnar fela í sér ríka áherslu á loftslagsmál og grundvallast á virku samstarfi banka sem við bindum miklar vonir við.“
Íslenskir bankar Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. 16. janúar 2020 09:00 Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00 Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28 Fylgitungl Arion banka til vandræða Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. 24. janúar 2020 14:30 Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna. 12. febrúar 2020 20:24 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. 16. janúar 2020 09:00
Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. 23. janúar 2020 22:00
Telja Arion banka hafa brotið lög um hópuppsagnir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hafa sent inn kvörtun til eftirlitsstofnunar EFTA vegna það sem samtökin telja vera brotalamir á framkvæmd hópuppsagna á Íslandi. 10. febrúar 2020 14:28
Fylgitungl Arion banka til vandræða Virði Valitors og sílikonverksmiðjunnar í Helguvík var fært niður um tæpan helming í bókum Arion banka í gær. Höggið á afkomu bankans nemur átta milljörðum króna. 24. janúar 2020 14:30
Arion banki hagnaðist um 1,1 milljarð í fyrra en 7,8 milljarða árið áður Tap Arion banka á síðasta ársfjórðungi ársins 2019 nam tæpum 2,8 milljörðum króna. 12. febrúar 2020 20:24