Jafnréttisþing fer fram í Hörpu í dag undir yfirskriftinni „Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin“. Sýnt verður frá þinginu í beinni útsendingu hér að neðan en þar verður fjallað um samspil jafnréttis- og umhverfismála í samhengi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Þingið hefst klukkan tíu með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, en forsætisráðuneytið birti í morgun skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2018-2019. Hana má sjá hér á vef Stjórnarráðsins.
Í skýrslunni kemur fram að konur eru enn í minnihluta í stjórnum fyrirtækja, þó tíu ár séu frá setningu laga um kynjakvóta.
Frekari upplýsingar um þingið, fyrirlesara og dagskránna má sjá hér á vef þingsins.