Forseti og forsætisráðherra Malí handteknir af uppreisnarhermönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 20:58 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir hóp fólks sem safnast hefur saman á Sjálfstæðistorginu í Bamako í Malí fagna hermönnum sem keyra í gegn um þvöguna. Getty/Stringer Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima. Malí Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima.
Malí Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira