Leikarinn Ben Cross er látinn Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:27 Ben Cross í London árið 2010. Getty Enski leikarinn Ben Cross, sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, er látinn, 72 ára að aldri. BBC segir hann hafa andast „skyndilega“ eftir stutt veikindi. Hann lést í Vínarborg í Austurríki. Ben Cross í hlutverki Harold Abrahams í myndinni Chariots of Fire.Getty Dóttir Cross, Lauren, segir í færslu á Facebook að hún sé miður sín vegna andláts „elsku föður“ síns. Hann hafi verið veikur í nokkurn tíma, en að heilsu hans hafi svo hrakað mikið síðustu vikuna. Cross hafði nýverið lokið við tökur á hryllingsmyndinni The Devil‘s Light og þá mun hann birtast í einu aðalhlutverka rómantískrar myndar, Last Letter from Your Lover síðar á þessu ári. Cross nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts (Rada) og tók að sér fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni A Bridge Too Far árið 1977 eftir að hafa áður starfað mest í leikhúsi. Í þeirri mynd lék hann á móti Sir Sean Connery og Sir Michael Caine. Cross fór með hlutverk gyðingsins Harold Abrahams í Chariots of Fire sem frumsýnd var árið 1981 og fjallaði um sögu tveggja breskra hlaupara sem keppa á Ólympíuleikum árið 1924. Var myndin vala besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Þá fór hann með hlutverk Rudolf Hess í framleiðslu BBC frá árinu 2006, Nuremberg: Nazis on Trial. Bíó og sjónvarp Bretland Andlát Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Enski leikarinn Ben Cross, sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, er látinn, 72 ára að aldri. BBC segir hann hafa andast „skyndilega“ eftir stutt veikindi. Hann lést í Vínarborg í Austurríki. Ben Cross í hlutverki Harold Abrahams í myndinni Chariots of Fire.Getty Dóttir Cross, Lauren, segir í færslu á Facebook að hún sé miður sín vegna andláts „elsku föður“ síns. Hann hafi verið veikur í nokkurn tíma, en að heilsu hans hafi svo hrakað mikið síðustu vikuna. Cross hafði nýverið lokið við tökur á hryllingsmyndinni The Devil‘s Light og þá mun hann birtast í einu aðalhlutverka rómantískrar myndar, Last Letter from Your Lover síðar á þessu ári. Cross nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts (Rada) og tók að sér fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni A Bridge Too Far árið 1977 eftir að hafa áður starfað mest í leikhúsi. Í þeirri mynd lék hann á móti Sir Sean Connery og Sir Michael Caine. Cross fór með hlutverk gyðingsins Harold Abrahams í Chariots of Fire sem frumsýnd var árið 1981 og fjallaði um sögu tveggja breskra hlaupara sem keppa á Ólympíuleikum árið 1924. Var myndin vala besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Þá fór hann með hlutverk Rudolf Hess í framleiðslu BBC frá árinu 2006, Nuremberg: Nazis on Trial.
Bíó og sjónvarp Bretland Andlát Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira