Hlutfall ungs fólks meðal smitaðra eykst sífellt Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 07:52 Ungt fólk er að snúa aftur til skóla um þessi misseri. AP/Julia Wall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Sérfræðingar óttast að ástandið muni versna frekar með opnun skóla um þessi misseri. Takeshi Kasai, yfirmaður WHO fyrir vesturhluta Kyrrahafsins, sagði á blaðamannafundi í gær að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19, væri að taka breytingum. „Fólk á þrítugs-, fertugs-, og fimmtugsaldri er að dreifa veirunni í meira magni,“ sagði Kasai á fundinum, samkvæmt frétt Washington Post. Til marks um það benti hann á tölur frá Ástralíu og Filippseyjum þar sem fólk undir fertugu er rúmlega helmingur þeirra sem hafa smitast. Í Japan er hlutfallið 65 prósent. Þetta er þveröfugt við undanfarna mánuði þar sem dreifing Covid-19 hefur að mestu verið meðal eldra fólks. Þessi breyting byrjaði að vera ljós í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði birti WHO greiningu á sex milljónum smitaðra sem sýndi að á milli 24. febrúar og 12. júlí jókst hlutfall fólks á aldrinum 15 til 24 ára úr 4,5 prósentum í fimmtán prósent. Sjá einnig: Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kasai sagði að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim þyrftu að reyna að tryggja að þessi dreifing nái ekki til viðkvæmra aðila eins og eldri borgara. Rúmlega 22 milljónir manna hafa smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 780 þúsund hafa dáið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varaði við því í gær að ungt fólk væri nú að dreifa Covid-19 víða um heim. Fjöldi ungs fólks hafi smitast um heim allan en þau sýni heilt yfir minni einkenni en eldra fólk og eru því líklegri til að dreifa veirunni án þess að vera meðvituð um að þau beri hana. Sérfræðingar óttast að ástandið muni versna frekar með opnun skóla um þessi misseri. Takeshi Kasai, yfirmaður WHO fyrir vesturhluta Kyrrahafsins, sagði á blaðamannafundi í gær að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19, væri að taka breytingum. „Fólk á þrítugs-, fertugs-, og fimmtugsaldri er að dreifa veirunni í meira magni,“ sagði Kasai á fundinum, samkvæmt frétt Washington Post. Til marks um það benti hann á tölur frá Ástralíu og Filippseyjum þar sem fólk undir fertugu er rúmlega helmingur þeirra sem hafa smitast. Í Japan er hlutfallið 65 prósent. Þetta er þveröfugt við undanfarna mánuði þar sem dreifing Covid-19 hefur að mestu verið meðal eldra fólks. Þessi breyting byrjaði að vera ljós í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði birti WHO greiningu á sex milljónum smitaðra sem sýndi að á milli 24. febrúar og 12. júlí jókst hlutfall fólks á aldrinum 15 til 24 ára úr 4,5 prósentum í fimmtán prósent. Sjá einnig: Breytt hegðun og ungt fólk að baki fjölgun smita Kasai sagði að þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir víða um heim þyrftu að reyna að tryggja að þessi dreifing nái ekki til viðkvæmra aðila eins og eldri borgara. Rúmlega 22 milljónir manna hafa smitast af Covid-19, svo vitað sé, og rúmlega 780 þúsund hafa dáið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira