Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna mikilla gróðurelda. Mikil hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna og hefur sú bylgja og gróðureldarnir leitt til mikils rafmagnsleysis í Kaliforníu. Einhverjir eldanna hafa kviknað vegna eldinga og stöðugur vindur hefur gert slökkvistarf erfitt.
Yfirlýsing Newsom felur meðal annars í sér að hann hefur aðgang að meiri peningum og þjóðvarðliði Kaliforníu til að sporn gegn ástandinu í ríkinu.
Ríkisstjórinn sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að öllum leiðum yrði beitt til að verja íbúa Kaliforníu í þessum öfgafullu aðstæðum.
Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín á undanfarinni viku.
Hitinn hefur reynst slökkviliðsmönnum verulega erfiður ogf er ekkert útlit fyrir að kólna muni á næstu dögum, samkvæmt frétt LA Times.
Vegna hitabylgjunnar hefur rafmagnsnotkun aukist til muna og hefur þurft að slökkva á rafmagni víða í ríkinu. Í gær var útlit fyrir að allt að tvær milljónir heimila og fyrirtækja yrðu án rafmagns í minnst klukkustund. Eftir neyðarkall frá yfirvöldum drógu íbúar þó verulega úr rafmagnsnotkun og reyndist ekki nauðsynlegt að grípa til þeirra aðgerða.
That's a wrap. You did it, California consumers. No rotating power outages expected tonight. #ItWorked Thank you for keeping the #electricity flowing. https://t.co/AkPvZaE6Ah Another #FlexAlert in place tomorrow 3-10. #KeepConservingCA
— California ISO (@California_ISO) August 19, 2020